Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Page 50

Eimreiðin - 01.07.1949, Page 50
EIMREIÐIN Gúrkurnar hans gamla Drésa Eftir Pedro A. Alarcón. fHöfundur eftirfarundi smásögu, spænska skáldið Pedro Antonio de Alarcón, var fæddur í Granada-héraði á Suður-Spáni 1833, dáinn 1891. Hann ritaði bæði sögur, ljóð og leikrit, og er talinn einn fremsti rithöfundur Spánverja á 19. öld]. Hann Andrés gamli var farinn að bogna í baki á þeim tíma, sem ég ætla að segja frá, því að hann var þá orSinn sextugur aS aldri, og í fjörutíu ár liafði liann erfiðaS á smá-landskika við Costilla-ána. Þetta ár hafði hann ræktað á blettinum sínum dálítið af ljóm- andi fallegum gúrkum, sem voru eins stórar og gerðarlegar og frekast mátti verða og böfðu fengið á sig rauðgulan lit, bæði að utan og innan, en það sýndi, að nú stóð júnímánuður yfir. Drési gamli þekkti þær allar út og inn, lögun þeirra og þroskastig, og sumar hafði bann jafnvel skírt með nafni, einkum þær fjörutíu, sem voru gildastar og skærastar að lit og virtust segja: „Matreiðið okkur“. Og á bverjum degi starði bann á þær angurblítt og sagði dapurlega: „Bráðum verÖum við nú að skilja!“ Eitt fagurt kvöld tók liann svo að lokum ákvörðun um að færa fórnina miklu, og um leið og hann benti á bina þroskuðustu af þessum ljúflingum sínum, sem liöfðu kostað bann svo mikið erfiði, kvað liann upp binn þungbæra úrskurð: „Á morgun“, sagði bann, „tek ég þessar fjörutíu og fer með þær á markaðinn í Cadiz. Sæll verður sá, sem etur þær!“ Síðan gekk hann aftur beim til sín hægum skrefum, og um nóttina lirjáðist bann af svipuðum söknuði og faÖir, sem ætlar að fara að gifta frá sér dóttur sína að degi komanda. „Veslings, blessaðar gúrkurnar mínar“, andvarpaði hann livað eftir annað og gat ekki sofnað. En svo tók liann sig á í hugleið- ingum sínum og sagði við sjálfan sig: „Hvað annað get ég gert en að selja þær? Ég ræktaði þær í þeim tilgangi, og ég fæ að minnsta kosti fimmtán dali fvrir þær“-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.