Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Síða 52

Eimreiðin - 01.07.1949, Síða 52
204 GÚRKURNAR HANS GAMLA DRÉSA EIMREIÐIN „Ég fer ekki fet“. „Þú skalt“. „Þú ert þjófur“. „Þú ert þorpari“. „Þið œttuð að tala af meiri kurteisi og ekki svoua miklum ofsa. Menn ættu ekki að tala þannig hvor við annan“, sagði lög- regluþjónninn með hinni stökustu ró og rétti hvorum deiluaðila þéttingsliögg á bringuna. Á meðan liafði hópur manna safnazt að, og það leið ekki á löngu áður en kominn var á staðinn löggæzlumaðurinn yfir mark- aðnum, dómarinn í matvælamálum. Lögregluþjónninn lét nú yfirmanni sínum eftir forræði máls- ins og skýrði fyrir honum, hvað á seyði væri. Dómarinn setti upp hinn virðulegasta svip og tók að spyrja kaupmanninn. „Af hverjum liafið þér keypt þessar gúrkur?“ „Af honum Fulano, gamla smábóndanum frá Rota“, svaraði kaupmaðurinn. „Það lá að!“ hrópaði Andrés. „Það er einmitt sá, sem ég grun- aði! Þegar liann liefur lítið upp úr jörðinni sinni, sem er ósköp léleg, tekur hann sig til og fer að ræna nágranna sína“. „En þótt við tækjum nú gilda þá staðhæfingu, að þér hafið verið rændur fjörutíu gúrkum í gærkveldi“, hélt dómarinn áfram, um leið og liann sneri sér að gamla bóndanum, „livernig getið þér þá sannað, að það séu einmitt þessar gúrkur, sem þér eigið?“ „Hvernig?“ svaraði Andrés gamli. „Nú, af því að ég þekki þær, eins vel og þér þekkið yðar eigin dætur, ef þér eigið nokkrar. Sjáið þér ekki, að ég hef ræktað þær? Sko — þessi hérna er kölluð „sú kringlótta“, þessi þarna „fitubelgur“ og þessi „stóra vömb“, þessi „sú rauða“, og þessi „Manuela“, af því að hún minnir mig á yngstu dóttur mína“. Og gamli maðurinn tók að gráta heizklega. „Þetta er nú allt gott og blessað“, sagði dómarinn. „En lögin láta sér ekki nægja þá staðreynd, að þér þekkið gúrkurnar yðar. Yfirvöldin þurfa einnig að hafa látið sannfærast um, að lilutir þeir, er um ræðir, hafi áður verið til, og þér verðið að geta sann- að með óhrekjandi sönnunargögnum, að þeir séu einmitt þess- ir. — Herrar mínir, þið þurfið ekki að brosa. Ég er lögfræð- ingur“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.