Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Page 53

Eimreiðin - 01.07.1949, Page 53
EIMREIÐIN GÚRKURNAR HaNS gamla drésa 205 «Jæja, þér skuluð nú brátt fá að sjá sannanir, og það hér á þessum stað, fyrir því, að þessar gúrkur voru ræktaðar á minni jórð“, sagði Drési gamli öllum áhorfendunum til hinnar mestu furðu. Og nú lét liann böggul, sem liann hafði lialdið á í hendinni, uiður á jörðina, settist á hækjur sér hjá honum og tók svo með hægð að leyga af honum vasaklútinn, sem bundinn var utan um. Undrun dómarans, kaupmannsins og áhorfendanna náði nú há- niarki sínu. «Hvað ætlar liann að fara að taka upp úr bögglinum?“ spurði maður mann. Einmitt í þessu bættist nýr maður í hóp liinna forvitnu. Þegar kaupmaðurinn sá liann, lirópaði hann: «Það var gott að þú komst, Fulano gamli! Þessi maður segir, að gurkurnar, sem þú seldir mér í gærkvöldi og liggja nú hérna rétt ^já okkur, séu þjófstolnar. Þú getur víst skýrt . ..“. Hinn nýkomni nábliknaði í framan og reyndi að koma sér undan, en aðstaðan í mannþrönginni liindraði hann, og auk þess tenti dómarinn lionum að bíða. Á meðan hafði Drési gamli snúið sér að hinum grunaða og sagði: »Nú skaltu fá að sjá sannanir, sem duga“. Eulano liafði nú náð aftur jafnvægi sínu og sagði: «Við skulum sjá, livor okkar getur sannað það, sem hann ætlar 8anna. Því að ef þú getur ekki sannað áburðinn, og hann get- urðu ekki sannað, skal ég láta stinga þér í svartholið fyrir meið- >rði. Ég átti þessar gúrkur. Ég ræktaði þær á blettinum mínum 1 Egido, eins og allt annað, sem ég hef flutt til Cadiz í ár, og enginn getur sannað annað“. j ”Nú skaltu fá að sjá!“ endurtók Andrés gamli, sem nú var Ulun að leysa upp böggulinn og opnaði hann. Og nú liellti hann á jörðina dyngju af gúrku-stilkum, sem euu voru grænir og votir af safa. Svo glotti gamli bóndinn í kampinn, þar sem hann sat á hækjum sér, og ávarpaði dómar- auU og áliorfendurna með eftirfarandi orðum: ”Herrar mínir, hafið þið nokkurn tíma greitt skatta? Ef þið Eafið gert það, þá hafið þið séð hjá skattheimtumanninum grænu Eókina, sem kvittanir eru klipptar úr, svo að það verður eftir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.