Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Side 54

Eimreiðin - 01.07.1949, Side 54
206 GÚRKURNAR HANS GAMLA DRÉSA EIMREIÐIN í bókinni blaðbútur, serii getur sýnt, hvort slík kvittun er fölsuð eða ekki“. „Þér eruð að tala um kvittanabók?“ mælti dómarinn alvar- legur í bragði. „Það er það, sem ég lief hérna meðferðis. Kvittanabókina úr garðinum mínum, nefnilega stilkana, sem voru áfastir við þessar gúrkur, áður en þeim var stolið frá mér. Og ef þið trúið niér ekki, þá lítið bara á þá. Þessi stilkur var áfastur við þessa gúrku. Enginn getur efazt um það. Þessi hérna var, eins og þið getið auðveldlega séð, tengdur við þessa. Þessi, sem er gildari, lilýtur að hafa borið þessa þarna. Þetta er augljóst mál! Og þessi —. Og þessi hérna —. Og þessi þarna! Og um leið og liann mælti þessi orð, mátaði hann stilkana í holurnar, sem myndazt höfðu inn í gúrkurnar, þegar þær höfðu verið lesnar, og sér til undrunar sáu áhorfendurnir, að liið óreglu- lega yfirborð stilkbroddsins féll nákvæmlega að livítleitri inn- hverfu liolunnar, sem var það, er kalla mætti örið á gúrkunni. Og allir áliorfendurnir, meðal þeirra lögregluþjónninn og sjálf- ur dómarinn, krupu nú niður og fóru að hjálpa Drésa gamla við þetta einkennilega staðfestingarstarf lians, kölluðu liver framan í annan og réðu sér ekki fyrir kæti: „Sei, sei jú! Sem ég er lifandi! Sjáið þið ekki? Þessi og þessi eiga víst saman, er það ekki? Þessi á heima hér. Þessi á að vera þarna! Þessi á að vera þarna!“ Og hlátrasköllin í þeim blönduðust samau við blístrið í götu- snáðunum, við rifrildið í markaðskerlingunum, við sigurtár og liamingju gamla bóndans og við stimpingar þjófsins og lögreglu- þjónanna, sem biðu óðfúsir eftir bendingu um að fara með liann í fangelsið. Óþarft er að taka fram, að þessi ánægja var þeim veitt, — að Fulano var skyldaður til að skila kaupmanninum aftur döl- unum fimmtán, sem hann hafði fengið, — að Andrés gainli sneri aftur hinn ánægðasti til Rota, þótt liann segði hvað eftir annað við sjálfan sig á leiðinni: „Mikið Ijómandi sómdu þær sér nú vel á markaðnum! Ég liefði nú átt að taka Manuelu mína lieim með mér, borða liana í kvöld og geyma svo fræin“. S. S. þýddi.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.