Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Page 56

Eimreiðin - 01.07.1949, Page 56
208 Á ÞINGVÖLLUM EIMREIÐIN liðnum tímum, sem hægt væri að liafa saman á einn stað, til að varðveita frá gleymsku. Þar mætti sjá í svip sveitalífssögu og menningu þjóðarinnar á liðnum öldum líkt og lesa má þetta sama í sögu Noregs með því að fara út á Bygdö í Osló, dvelja þar hálfa dagsstund við að skoða byggðasöfnin þar. Þó að hugmynd Jónasar og annarra Fjölnismanna um endur- reisn alþingis á Þingvöllum sé ekki emi komin í framkvæmd, þá lifir hún enn með fjölda manna og verður sennilega einhvem- tíma að veruleik. En áður en liún kemur til framkvæmda, verða Þingvellir, hjarta landsins, orðnir að lielgistað og hvíldar í miklu ríkara mæli en þeir eru nú. Kyrrð Þingvalla og heilnæmi á eftir að draga að sér gesti frá fjarlægum löndum og álfum, þegar þannig liefur verið um búið, að hægt sé að veita þeim viðtöku. Það þarf að reisa stórt og vandað gistihús á Þingvöllum fyrir dvalargesti, fólk, sem leitar hressingar og livíldar, og það gisti- hús þarf að vera opið allan ársins hring. Vetraríþróttir, skíða- ferðir og skautahlaup er betra að iðka frá Þingvöllum en víðast hvar annarsstaðar á suðvesturliluta landsins. Ef einhverjir at- orkusamir og liæfir menn vildu í slíkt fyrirtæki ráðast, að reisa vandað gistihús á Þingvöllum, ættu þeir að njóta til þess hvatn-; Óxará og Almannagjá.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.