Eimreiðin - 01.07.1949, Qupperneq 58
210 „DÚFURNAR MÍNAR“ EIMREIÐIN
kosti. Og þá hlýtur það að vera satt og rétt á listræna vísu: —
Þannig sé ég þetta. Og því dæmist rétt að vera:
Hér lijá oss gefur enga fegurri fugla en fallegar dúfur. Mjúkur,
bogsveigður bolurinn með breiða bringu, stuttan og gildan liáls
og fallegt böfuð, og litur allur í dásamlegustu blæbrigðum, sem
engin orð ná til að nefna né lýsa, svo að nálgist sann: Blýgrátt
og leirblátt og ofið í ljósari litum með Iiárfínum blæbrigðum
og litbreytingum, með öskugráum röndum og sveipum inn á milli.
Yængir steggsins eru livitgráir að ofan með svörtum þverröndum
yfir vængbroddana. Stélið ofurlítið lengra, eins og vera ber á
fallegri dúfu og fullkominni. Hún er dröfnóttari og bvít undir
vængjum, en gráteistótt að ofan. En bæði eru þau frá linakka
og niður eftir liálsi að lierðum skreytt dásamlegasta litrófi í perlu-
skelja-blæbrigðum með eirgrænu ívafi, sem blikar í undursamlegu,
sískiptandi samræmi í sólskininu.
Og steggurinn minn er stoltur fugl og glæsilegur! Ég sé engan
annan fegurri. — Og þetta eru nágrannar mínir.
„Þetta er falleg stúlka! — Ég ætla að eiga bana!“ sagði Símon
Dalaskáld iðulega, er liann sá unga stúlku og laglega. — Hið
sarna segi ég um dúfurnar mínar, sem eru ekki mínar. En ég á
þær samt! Eins og fegurð liimins og jarðar. Gylliniský sólarlags-
nis. Heiðmyrkur á smalaslóðum Austurlands! — „Dúfurnar mín-
ar“ gleðja mig daglega. Ég heyri þær hjala saman langt fram á
nætur, milli þess sem þær kyssast. Því að dúfnalijónin gera livort
tveggja þetta, seint á kvöldin og bráðsnemma á morgnana.
Um hríð í vor og langt fram á sumar fékk ég tækifæri til að
kynnast prívatlífi dúfnalijónanna minna. Því að bjá þeim er
vorið sólmánuður ásta og unaðar eins og lijá flestu lífi öðru. And-
spænis glugganum mínum er rislágt liúsþak, en þó með allmiklum
lialla. Eitt fagurt vorkvöld situr steggurinn minn allt í einu
þarna, niður undir þakbrún, og mænir upp á þverbitann í þak-
kverkinni, skáballt uppi yfir glugganum mínum. Hann er ein-
kennilega órólegur, en þó virðulegur að vanda. — Ég veit þegar,
að nú situr liún þarna uppi og hefur nána gát á öllum hreyf-
ingum bans og fasi og veit svo vel, livað honum býr í brjósti. —
Hann bíður þarna lengi. En hún kemur ekki. Svo teygir liann