Eimreiðin - 01.07.1949, Blaðsíða 68
eimreiðin
Þegar þurrkurinn kom.
Smásaga eftir Sigurjón frá ÞorgeirsstöSum■
Hann heitir Halldór.
Hún heitir Halldóra.
Hann er fimmtugur.
Hún er tvítug.
Hann er vinnulijú Stefáns bónda á Strönd.
Hún er þar kaupakona.
Hann hefur alltaf átt lieimili í sveitinni.
Hún er borin og barnfædd í Reykjavík.
Hann er glaseygður og grár fyrir hærum.
Hún er móeygð með liár, sem er litað fagurrautt.
Hann er lotinn í lierðum, með tröllabífur og bjarnarliramma —-
luralegur.
Hún er beinvaxin, handsmá og fótsmá — nett.
Hann er þögull og ólundarlegur.
Hún er kát og símalandi.
Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur.
Hún hefur aflað sér nokkurrar lífsreynslu í knæpum liöfuð-
staðarins.
Það er miðvikudagskvöld í miðjum ágúst. Síðustu tvær vikurnar
liafa verið sífelld votviðri. Heyið liggur laust, á túnunum er
taðan orðin Iieiðgul, og á nærtækustu útengjum eru flekkirnir
bliknaðir. Um lielgina hafði fólkið á Strönd flutl í útilegu frain
á dal, sefur þar í tjaldi.
Nú segir matarpósturinn, að Jón í veðrinu spái vestanstilhnn
og þurrviðrum næstu dægur. Við þessa fregn hefjast brúnir hús-
bóndans í hársrætur. Venjulega kallar hann veðurfræðinginn
falsspámann, treystir meir á eigin veðurnæmi og vælukjóann,
en nú bregður svo við, að hann verður sérfræðingnum sammála.
Hann skipuleggur í skyndi starf heyvinnufólksins komandi þurrk-
daga, það skyldi allt ríða heim um kvöldið, nema Halldór og
Halldóra. Þau eiga að hirða lieyið á dalnum.
Vinnukonan deplar augum kankvíslega.
Kaupamaðurinn kímir.