Eimreiðin - 01.07.1949, Side 74
226
ÞEGAR ÞURRKURINN KOM
EIMREI3IN
Fyrr en varir stendur Halldór við tjaldið. Hann liikar. Hvernig
getur liann sofið einn lijá — kvenmanni?
„Nei, ég get það ekki — allra sízt hjá lienni“. En á sama
augnabliki lemur liann saman lmefunum, sækir í sig veðrið:
„Ojú, einhvern tíma verð ég að koma nálægt lienni, ef ég ætla
að — ha — lia! Og illu er bezt af lokið, ég skal, lagsi!“
Halldór lyftir tjaldskörinni, skreiðist inn. Sótniðamyrkur. Með
skjálfandi höndum reimar Halldór aftur tjaldið, skríður svo fálm-
andi til bælis síns, sem er yzt við vegg.
En hvert í heitasta horngrýti — þetta iðulausa ekkisen myrk-
ur. — Hvað er þetta?
Hann kippist við, eins og hann liafi lyppast niður í ljóna-
gryfju. Á næsta augnabliki vefjast lilýir, naktir armar um háls
hans og hviðrandi livísl hamrar seiðandi á hljóðhimnur hans.
„Hvar liefurðu verið, Halldór. — Ég var orðin agalega hrædd
um þig“.
Fraukan, fraukan þarna. Hún hefur þó sofið fjærst lionum-
Hvernig stendur á þessu? Er liann beittur göldrum og gjörning-
um? Og liún segist hafa verið orðin hrædd um hann. — Ja-há,
lagsi!
„Ég er víst að villast“, stynur Halldór afsakandi. Kaldur sviti
sprettur á enni lians, um gagnaugun hríslast hvimleiður lierp-
ingur, svo að augun standa í stjarfa, eins og í freðýsu. Og tungan
verður hraunföst í skörðum á tanngörðunum, eða vefst magnlaus
í gómnum.
„Nei, nei, þú ert ekki að villast. Mér var svo kalt, ég færði mig-
Ohú, almáttugur guð; hitaðu mér“.
Og takið á kafloðnum svíra lians þéttist.
Ojá, henni er sannarlega kalt, skelfur og titrar, líkt og strá i
vindi, blessuð stúlkukindin! Og hún færði sig til að vera nær
honum. Ja-há!
„Er að koma þurrkur?“ spyr hún.
„Já“, segir hann með liásu hvísli. En í huganum: Hún spyr
um þurrk. Þetta er búkonulegt. Já, liún er búkonuefni, lagsi.
Og nú hlær liún, þessum dillandi hlátri, og — guð sé oss næst-
ur — rekur að honum rembingskoss.
Halldór óskar sér fimmtíu álnir niður í iður jarðar — jafnvel
þó að liann álpaðist inn í eldsdýki eldfjallalands, myndu taugar