Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Page 81

Eimreiðin - 01.07.1949, Page 81
eimreiðin RADDIR 233 að segja fyrir ókomin tiðindi. Að nísu skjátlaðist honum oft um hluti, sem lágu fjser í tíma og rúrni, en hann sá allt réttar um athurði, sem fram komu í ná- grenni hans og innan árstíma. Andarnir birtust honum venjulega fótgangandi í veiðimannsgervi, með horn hangandi um háls, enda voru />eir víst á veiðum, ef ekki eftir dýrum, þá sálum. Helzt rakst hann a Þá i nágrenni klaustra og ein- Setumannakofa, því þar sem lifir 1 kolum uppreistar, þar er mest þörf hers og liðs. Hann vissi óðara ef einhver talaði ósatt, því hann sá há djöfulinn dansa og bregða a leik á tungu lygarans. Og ef hann leit l bók, sem var slæm, eða ef eitthvað var rangt í henni, þá gat liann strax bent á staðinn með fingrinum, þótt hann kynni ekki aá lesa. Er menn spurðu hann, hvernig hann færi að vita þetta, sagði hann, að fingur púkans benti ser a staðinn. Ksemi hann í svefn- hús munka, gat hann bent á rúm þeirra, sem ekki voru heilir í irúnni. Hann kvað púka ofáts og °fdrykkju í alla staði Ijótan og dlilegan í sjón, en anda óhófs og losta kvað hann miklu fegurri synum en aðra, og þó fúllegan. hinir illu andar lögðust of Iningt á hann, var Jóhannesar- guðspjall lagt á brjóst honum, brá lla svo við að púkarnir flugu burt sem fuglar. En er sú blessuð bók vnr burttekin og Bretasögur (Historia Britonum) eftir Geoff- rey Arthur (af Monmouth) voru lagðar þar í staðinn, þa flykkt- ust að fleiri djöflar en nokkru sinni áður og dvöldu venju lengur á líkama lians og bókinni. Þess er og vert að geta, að Bamabus lagði Mattheusar-guð- spjall á sjúklinga, og fengu þeir bata, en af því — og af hinu, sem áður segir -— má ráða, hve mikla virðingu menn eiga að bera fyrir hinum helgu guðspjallabók- um og hve hættulegt muni vera og líklegt til eilifrar glötunar að sverja rangan eið við þær“. Þýtt úr Giraldus Cambrensis: Itinerarium Kambriæ, Liber I, cap. V., i Giraldi Cambrensi Opera, vol. VI (Rolls Series 21) 1868, pp. 57—59. Ensk þýðing i The Histori- cal Works of Giraldus Cambrensis. Transl. by Thomas Forester, ed. by Tliomas Wright. London, Bohn, 1863, pp. 37i—75. Gröndal nefnir ekki Giraldus Cambrensis meðal bóka þeirra, er hann hafi lesið á Klausturbóka- safninu l Kevelaer, og þótt nóg væri þar af latneskum bókum, sem Gröndal reif í sig, þá þarf hann ekki að hafa verið þar á meðal. En ég hef tilfært þetta dæmi til að sýna á hve gömlum erfðavenjum aðferð Gröndals var reist. Stefán Einarsson. The Johns Hopkins ZJniversity.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.