Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Page 82

Eimreiðin - 01.07.1949, Page 82
eimreiðin DAUÐSMANNSEY. Hin skynsamlega, öfgalitla hug- myndastefna (rómantismi) og þrótt- mikil veruleikastefna (realismi), án klúryrð'a og kláms, náði hámarki í íslenzkum hókmenntum á síðari hluta nítjándu og fyrstu tugum þessarar aldar. Á þessum grundvelli hefðu skáld tuttugustu aldarinnar átt að geta hyggt nýjar og frumlegar bygg- ingar, — en svo hefur ekki orðið. Viðleitni þeirra hefur oftast orðið vandræða fálin og lélegar stælingar á erlendum óskapnaði, sem til varð þar úti í angistarfullri leit sálnanna að sjálfum sér, eftir upplausn ófrið- arins mikla 1914—1918 og þess glund- roða, sem á eftir fór. Svo kom ný ófriðarbylgja 1939—1945, cn heita má þó, að stöðugt stríð væri frá 1914, og er því ekki enn lokið. — Bók- menntir heimsins hljóta að verða mótaðar af þessu ástandi lengi ennþá. Miklu hefur verið um rótað og mikið plægt, — en litlu sáð öðru en ill- gresi. Ef til vill verður öll þessi öld aðeins undir]>úningstimi þess, að akr- arnir geti hlómgazt á ný og nýr, þrótt- mikill og heillavænlegur gróður sprottið aftur á plægðum ökrum hók- mennta, lista og gagnlegrar ntenning- ar. Ég held, að Jóhannesi úr Kötlum, liöfundi Dauðsmannseyjar (Rvík 1949, útg.: Heimskringla), hefði átt að gcta auðnazt að gera allmikið úr söguefni því, er hann hefur valið sér að fjalla um í þessari bók, ef liann liefði eklci látið um of stjórn- ast af áhrifum, er hann liefur orðið fyrir á síðari árum. Hann var ágætt Ijóðskáld, því neitar enginn. Miður hefur tekizt með skáldsögurnar. Jo- liannes úr Kötlum er svo mikið prúð- menni, að honum fer ákaflega illa ruddalegt orðfæri og óheflað, klám og hrottaskapur. Saga þessi á að gerast, þegar Ameríkuferðir voru mestar. En eg held, að fólk á íslandi hafi ekki verið svo óheflað og illa mannað þa> eins og því er lýst í Dauðsmannsey- í æsku þekkti ég fólk, sem þá var uppi, og var það mikið betra og mannaðra en lýður sá, er Jóliannes segir frá, í stuttu máli, yfirleitt ágæ*- isfólk. Ég verð að telja, að hér sé gerð ósönn og vítaverð mynd af nan- ustu forfeðrum vorum og mæðrum- Þetta, út af fyrir sig, er stór gall* á sögunni. Aðalpersóna sögunnar er Ófeigur bóndi, „grallari". Hann er hinn mesti óþokki á allan hátt, en auk þess ónytjungur, drykkfelldur og kven- samur svo, að úr liófi keyrir. Flest annað sögufólkið er litlu betra, and- lega volaðir aumingjar, illmenni og auðnuleysingjar. Þó eru vel skrifaðir kaflar í bókinni og liaglegar setn- ingar. Oft eru þetta innskot í sögu- þráðinn, mislit, en allgóð, út af fynr

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.