Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 82

Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 82
154 RITSJÁ EIMREIÐIN kann ég ekki við orð eins og „teygni" fyrir „elasticitet", þótt ekki sé ég reiðubúinn til þess að benda á annað, sem næði þessu hugtaki betur. Það er tvímælalaus fengur að bók þessari. Hún fyllir að nokkru leyti autt skarð í íslenzkum bókmenntum, enda hefur þar aldrei verið um auð- ugan garð að gresja hvað þessi fræði snertir. öll þau rit, sem áður hafa komið út um þessi efni, allt frá Aðal- atriðum þjóðmegunarfræðinnar í þýð- ingu Indriða heitins Einarssonar og Auðfræði séra Amljóts til kennslu- bókar Guðlaugs þjóðleikhússtjóra, eru ýmist fáskrúðugar og löngu úreltar þýðingar eða ekki unnar af sérfræð- ingum í fræðum þessum. Það væri mjög æskilegt, að sem flestir, en þó einkum þeir, sem valizt hafa til þess að stjórna og ráða fram úr efnahagsvandamálum þjóðarinnar, vildu kynna sér efni bókarinnar sem rækilegast. Með þvi gætu þeir aflað sér haldgóðrar þekkingar í grund- vallaratriðum efnahagsstarfseminnar. Það mundi koma allri þjóðinni að gagni, þegar fram liða stundir. Ekki fæ ég skilizt svo við þessi féu orð um Hagfræði Úlafs prófessors, að ég minnist ekki örlítið á þátt bóka- útgáfunnar Hlaðbúð i útgáfu ritsins. Þetta fyrirtæki hefur nú að undan- förnu gefið út allmargar bækur um lögfræði og hagfræði, sem til þessa hafa ekki verið til nema í ómerkileg- um fjölrituðum útgáfum, þar á meðal nú alveg nýlega mikið rit og at- hyglisvert eftir próf. Ólaf Björnsson, höfund þeirrar bókar, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Sú bók nefnist ÞjóSarbúskapur Islendinga og er nokkuð á fimmta hundrað blaðsið- ur að stærð. Með þessari útgáfustarf- semi hefur fyrirtækið unnið þjóð- þrifastarf, ekki sízt þegar þess er gætt, að önnur útgáfufyrirtæki hafa litla viðleitni sýnt í útgáfu sérfræði- bóka, enda sjálfsagt ekki þótt gróða- vegur í slíku. Annað, sem athygli vekur í sambandi við útgáfustarfsemi þessa fyrirtækis, er, auk óbrigðuls bókavals, smekklegur frágangur, án þess þó að um nokkurn íburð eða tildur sé að ræða. Það er auðfundið, að stjórnandi þess er smekkvis, enda þekktur að því að kunna vel að meta gildi bóka. Að lokum langar mig til þess að vekja athygli á því, livort þessar tvær bækur próf. Ölafs Björnssonar gætu ekki orðið upphafið að sérstök- um bókaflokki um hagfræðivísindi, og þá einkum íslenzk þjóðhagsmál. Þar er af miklu að taka. T. d. ættu þar heima ýmiskonar álitsgerðir sér- fróðra manna og nefnda bæði fyrr og siðar, þar sem mikla þekkingu er að finna um hag þjóðarinnar al- mennt og sérstaka þætti efnahags- starfseminnar. Mætti í því sambandi minna á álitsgerð dr. Benjamíns Ei- ríkssonar frá árinu 1949. Sú ritsmíð og aðrar slikar skýrslur og álits- gjörðir eru oftast fjölritaðar fyrir mjög þröngan hóp manna og koma því að mjög takmörkuðu gagni eða glatast jafnvel með öllu að skömm- um tima liðnum. Vitað er og, að ýmsir menn eiga í fórum sínum rit- gerðir, sem erindi ættu í ritsafn þetta. Mér dettur t. a. m. í hug dokt- orsritgjörð dr. Odds Guðjónssonar urn greiðslujöfnuð Islands érið 1930, sem vera mun til á islenzku í handriti. Mér virðist svo, sem bókaútgáfan Hlaðbúð væri einmitt hinn rétti aðili til þess að hrinda slíku verkefni i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.