Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 68

Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 68
140 OFT SKELLUR HURÐ NÆRRI HÆLUM EIMREIÐIN stefnunni, vongóður um að þetta yrði él eitt. Eftir að hafa gengið hæfilegan tíma, fann ég halla móti fæti og þóttist þá vita, að ég væri að far'a upp Skjaldklofann. Ég gekk út fellið og hlíðina, þegar það þraut, en ekki rofaði aftur. Þannig gekk ég allt út að Dritfelli, sem er auðkennilegt mjög, og þaðan, eða þó öllu fyrr, átti ég að taka stefnu á Háreksstaði. Voru þá tveir kostir fyrir hendi, en hvorugur góður í dimmviðri. Annar var sá, að taka stefnu á Háreksstaðakvísl þvera, einhversstaðar utan við bæ, en ég óttaðist, að hún væri fennt í kaf, hinn sá, að fylgja Fellna- hlíð svo langt sem hún nær og reyna svo að gaufa út í Einars- staði í Vopnafirði. Það var lengri leið en svo, að til þess entist dagur í dimmviðri og þungri færð, enda vandratað eftir að sleppir Fellnahlíð. En ég slapp við að velja um þetta, því rétt í þessu kippti sundur litla stund, svo ég sá vel í kring um mig og náði stefnu á Háreksstaði áður en skellti saman aftur, svo góðri, að mér þótti einsætt að reyna að ná þangað, þó bærinn sé mjög vandhittur frá suðri og austri í dimmu. Svo dimmdi að aftur, en mér tókst að hitta bæinn. Var mér tekið þar með hinni kunnu alúð heiðarbænda. Þarna var hinn síðasti ábúandi Háreksstaða, Þorkell Björnsson, sem bjó þar að- eins eitt ár. Ferð minni var lengra heitið, svo matur var þegar borinn fram. Hélt ég aftur af stað eftir sem næst klukkustundar hvíld og hressingu, áleiðis að Brunahvammi. Þó komið væri þá úthall dags, kveið ég engu. Ég ætlaði út alla bakka, fyrst með- fram Háreksstaða-kvísl og síðan Hofsá. Það er talinn fjögra tíma gangur milli bæja, en bæði mun léttari færð og auðratað í öllu sæmilegu veðri. Beinasta leið er um fjórðungi styttri. Það sá ég fljótt, þegar kom út með Kvíslinni, að sennilega hefði ég ekki orðið hennar var, ef ég hefði komið þvert að henni í dimmviðri. Birtu tók að bregða rétt eftir að ég fór frá Háreksstöðum. Rytju- veður var, en ekki mjög vont á kunnugri og all-glöggri leið. Mér sóttist gangan sæmilega. Þegar ég kom út að Kinnarlæk, rofaði snöggvast í vestur; var þá nærri dagsett. Þaðan er talinn klukku- stundar gangur til bæjar, paufaðist ég þann spölinn í svarta- myrkri og sá miður til að rekja mig. Stefán í Brunahvammi var rétt að ljúka útistörfum, þegar ég kom þar. Okkur var vel til vina frá því að hann bjó á Háreksstöðum, en ég var í Bruna- hvammi, og ætíð síðan. Hann varð glaður við að sjá mig, og stóð ekki á því að ég væri leiddur í bæinn. Hinn fyrsti beini á þessum tíma var ævinlega að drífa gestinn úr blautum sokkum og ljá honum þurra sokka og skó, ef hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.