Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 17

Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 17
eimreiðin VIÐ ÞJÓÐVEGINN 89 og beztir úti í Kaupmannahöfn, enda viðurkennir höfundurinn, að hann hafi aðeins rekizt á einstaka slíka muni í kirkjum hér á landi. Jú, rétt mun það, að vér séum margir syndaselir, íslend- 'ngar. En að fólk frá nýtízku-heimilum á íslandi aki á sunnudög- um til kirkju sinnar í glæsilegri dollarabifreið, sem kosti tvöfalt nieira en kirkjuhúsið, er víst harla fátíð sjón. Þessir burgeisar Ulsdals klerks drattast þó til að fara í kirkju, enda hægt um vik, þar sem dollara-bifreiðin tryggir, að þeir ofþreytist ekki á kirkju- göngunni. Allir prestar á íslandi hafa líka bifreið, segir í grein Ulsdals, og samt eru messuföllin gífurleg. Það er ekki alveg laust við, að kenni einhverrar gremju yfir velgengninni á íslandi, hinni syndsamlegu velgengni í landi hinnar kirkjulegu eymdar og spill- ingar. Stafar sú gremja vafalaust af heilagri vandlætingu, en ekki neinum lágum hvötum. Oll hin ytri eymd kirkjunnar á íslandi er þó ekkert hjá spill- ingunni hið innra. Þar kastar nú fyrst tólfunum. Og það sorglega eG að rót þeirrar spillingar telur höfundurinn komna frá sjálfu heimalandi hans, frá Brandesi gamla og félögum hans úti í Kaup- niannahöfn. Áhrif hins gáfaða Georgs Brandesar á unga íslenzka námsmenn í Kaupmannahöfn gufuðu oftast furðufljótt burt eftir að þeir sett- ust að heima á íslandi. í Danmörku var hann lengur dýrkaður en a Islandi, þessi veikgeðja og hégómagjarni gáfumaður, sem Fred- rik Böök hefur sýnt oss í svo skýru Ijósi í bók sinni um Victoríu Benediktsson, sem hann reit fyrir Sænska Akademíið vegna 100 ára afmælis hennar 6. marz 1950 og út kom í íslenzkri þýðingu á liðnu ári. Það er hæpin ályktun hjá séra Ulsdal, að fjandsamleg áhrif Brandesar gegn kirkjunni hafi verkað meira á íslandi en í Danmörku. Vel kann að vera, að Danir hafi átt bráðgáfaðri og árvakrari menningarfrömuðum á að skipa gegn Brandesardýrkun- inni og öðrum skyldum hreyfingum en íslendingar, eins og séra Ulsdal gefur í skyn. En hér eins og í Danmörku varð aðalvopnið 9egn þeim það sama: að samræma kristindóminn vísindalegum skoðunum samtíðarinnar. Með öðrum orðum: Það var gripið til fjálslyndrar guðfræði, eins og séra Ulsdal segir. Svo staðnar ís- lenzka kirkjan í þessari frjálslyndu guðfræði, sú danska aftur á móti ekki. En hvernig er hægt að staðna í frjálslyndi? Það virðist hrein lýsimótsögn (contradictio in adjecto) að komast svona að °rði. Og ef höfundurinn á með frjálslyndri guðfræði við biblíu- rannsóknirnar og hina svonefndu hærri krítik frá því um og eftir aldamótin, þá er það einmitt þetta, sem hann finnur íslenzku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.