Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 84
156
RITSJÁ
EIMUEIÐIN
legu vali þeirra, niðurröðun og fyrir-
sögnum. Svo og ágætum skýringum.
Hafi hann beztu þökk fyrir og verð-
ugt lof.
Þorsteinn Jónsson.
Saren Seland: 20 NORSKE DIKT-
ERE GJENNOM 15 AAR. Oslo
1950. (Norsk Bokhandler-Med-
hjelper-Forening).
Bók þessi er yfirlitsrit um valda
norska rithöfunda á 15 ára tímabil-
inu 1934—1949 og fyllir autt skarð,
þar sem hinar miklu bókmenntasög-
ur þeirra Elsters og prófessoranna
Bull, Paasche og Winsnes ná eigi
lengra en fram til þess tíma.
Höfundur ofan nefndrar bókar,
Soren Seland, er málfræðingur að
menntun og lektor við Vestheim
skólann í Osló, en hefur síðan 1940
kennt norskar bókmenntir við Bók-
salaskólann (Bokhandlerskolen) þar í
borg; er bókin sérstaklega samin sem
handbók fyrir nemendur þess skóla,
en jafnframt þannig vaxin um inni-
hald og efnismeðferð, að innan tak-
marka sinna getur hún komið hverj-
um þeim að góðum notum, er kynn-
ast vill norskum bókmenntum frá
síðari árum; geri ég ráð fyrir, að
þeir séu eigi allfáir í hópi lesenda
þessa tímarits og Islendinga almennt.
1 gagnorðum inngangi rekur höf-
undur í megindráttum menningar-
og bókmenntastrauma í Noregi ó ár-
unum fyrir heimsstríðið síðara, á
sjálfum stríðsárunum, og órunum sið-
an stríðinu lauk. Dvelur hann að
vonum við djúpstæð áhrif striðsár-
anna á viðhorf norskra rithöfunda og
norskar bókmenntir, vikur síðan að
hinum bókmenntalega jarðvegi al-
mennt í landi þar og hinni eldri og
yngri skáldakynslóð. Er inngangur
þessi, þó í stuttu máli sé, bæði
greinagóður og fróðlegur, og getur
þar margra skálda og rithöfunda,
sem eigi koma við sögu að öðru leyti
í bókinni sjálfri, vegna þess hvernig
höfundur hennar hefur takmarkað
viðfangsefni sitt.
Hann fjallar um 20 norska samtíð-
arhöfunda, aðallega sagnaskóld, eða
um þá hliðina á rithöfundarstarfsemi
þeirra söguskálda, er jafnframt hafa
lagt stund á aðrar greinar bókmennt-
anna, svo sem leikrita- og ljóðagerð.
Hefur hann annarsvegar valið viðui'-
kennd öndvegisskáld, en hinsvegar
höfunda, er að einhverju leyti skera
sig úr í norskum samtíðarbókmennt-
um. Verða skoðanir vitanlega jafnan
skiptar um slíkt val, en mér virðist
það yfirleitt hafa vel tekizt.
1 fyrri hluta bókarinnar ræðir höf-
undur stuttlega um nokkra hina
kunnustu rithöfunda í hópi hinnar
eldri kynslóðar, er gáfu út ný rit og
merkileg á umræddu tímabili; eiga
þar hlut að máli þessi skáld: Olav
Duun, Sigrid Undset, Johan Falk-
berget, Sigurd Christiansen, Tarjei
Vesaas, Ronald Fangen, Sigurd Hoel,
Helge Krog og Nordahl Grieg.
í meginmóli ritsins tekur Seland
lektor síðan til ýtarlegri meðferðar
eftirfarandi rithöfunda: Cora Sandel,
Arthur Omre, Gunnar Larsen, Johan
Borgen, Aksel Sandemose, Andreas
Markusson, Magnhild Haalke, Inge
Krokann, Hans Geelmuyden, Sigurd
Evensmoe og Arne Vaagen, er allii'
eiga sammerkt um það að hafa orðið
fastir í sessi með ritverkum sínum a
þessum árum.
Er því í ritinu augsýnilega að
finna ýmsa þá höfunda, sem hæst
gnæfa í norskum samtíðarbókmennt-
um, samhliða fulltrúum hinna fjar-