Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 40
112
STRAUMAR ISLANDS
EIMHEIÐIN
það vantað, að þessi eignarmeðvitund hafi sífellt verið særð og
ærð upp af látlausum veiðiránum útlendinga í almenningi hið
ytra.
Hafsvæðið í grennd við ísland var numið fyrir öndverðu og
sett undir sameiginlegan eignarrétt allra landsmanna. Er sízt
vant sannana fyrir þessu. Þá vantar heldur ekki óhrekjanlegar
sannanir fyrir því, að þetta hafsvæði hafi um allar aldir verið
landsalmenningur, sameign allra landsmanna, og er það enn, —
öldungis óbreytt enn í dag. Hinir greinilegu lagastafir fyrir þessu
og aðrar órengjanlegar heimildir skulu þó ekki raktar hér, að
sinni, og þessi hlið málsins ekki frekar rædd hér. Aðeins skal
lesandinn beðinn að gera sér ljósan muninn á yfirráðaréttinum,
sem felst í hugtakinu straumum íslands, og hinum einkaréttai'-
lega eignarrétti allra landsmanna, er felst í hugtakinu „almenn-
ingur hiÖ ytra“.
En andlag þessa eignarréttar í „almenningi hiS ytra“, sem
alls eignarréttar yfir vötnum, var botninn undir vatninu eða
sjónum. En þar af leiddi eignarréttur yfir fiski, veiði og öðrum
gæðum sjávarins, svo og sjónum sjálfum meðan hann rann yfir
grunnið. Hin innri takmörk almennings hið ytra voru og eru
enn þar, sem netlög ná utarst, en hin ytri takmörk hans voru
eins langt frá landi og hagsmunir landsmanna náðu utarst.
Á þenna almenning og á fiskiréttindin við Island hefur alla
tíma á öllum öldum verið litið sem eign, sem löglega og full-
komna eign landsmanna. Og þótt stjórnin í Kaupmannahöfn
væri afleit og gerómöguleg um flest, leit hún einnig öldum sam-
an, eða með fullri vissu fram undir lok 18. aldar, á fiskið við
fsland sem eign.
Það er lítil hætta á því, að íslendingar rugli „almenningi hið
ytra“ og þar með eignarréttinum yfir sjávarbotninum saman
við „strauma íslands“ eða yfirráðaréttinn yfir hafinu.
Meiri háski er á, að menn rugli almenningnum og eignar-
réttinum saman við landhelgina. En það má ekki gera. Því fiski
útlendinga utan landhelgi er ekki réttur, sem þeir eiga, heldur
leyfi, sem þeim er veitt, og á ekki að standa lengur en léð er.
Enn meinlegri og háskalegri er þó samruglun manna nu a
landhelgi og straumum. En það er alveg nýtilkomið að lata
landhelgi jafnframt sinni gömlu merkingu einnig merkja ,,so-