Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Qupperneq 40

Eimreiðin - 01.04.1952, Qupperneq 40
112 STRAUMAR ISLANDS EIMHEIÐIN það vantað, að þessi eignarmeðvitund hafi sífellt verið særð og ærð upp af látlausum veiðiránum útlendinga í almenningi hið ytra. Hafsvæðið í grennd við ísland var numið fyrir öndverðu og sett undir sameiginlegan eignarrétt allra landsmanna. Er sízt vant sannana fyrir þessu. Þá vantar heldur ekki óhrekjanlegar sannanir fyrir því, að þetta hafsvæði hafi um allar aldir verið landsalmenningur, sameign allra landsmanna, og er það enn, — öldungis óbreytt enn í dag. Hinir greinilegu lagastafir fyrir þessu og aðrar órengjanlegar heimildir skulu þó ekki raktar hér, að sinni, og þessi hlið málsins ekki frekar rædd hér. Aðeins skal lesandinn beðinn að gera sér ljósan muninn á yfirráðaréttinum, sem felst í hugtakinu straumum íslands, og hinum einkaréttai'- lega eignarrétti allra landsmanna, er felst í hugtakinu „almenn- ingur hiÖ ytra“. En andlag þessa eignarréttar í „almenningi hiS ytra“, sem alls eignarréttar yfir vötnum, var botninn undir vatninu eða sjónum. En þar af leiddi eignarréttur yfir fiski, veiði og öðrum gæðum sjávarins, svo og sjónum sjálfum meðan hann rann yfir grunnið. Hin innri takmörk almennings hið ytra voru og eru enn þar, sem netlög ná utarst, en hin ytri takmörk hans voru eins langt frá landi og hagsmunir landsmanna náðu utarst. Á þenna almenning og á fiskiréttindin við Island hefur alla tíma á öllum öldum verið litið sem eign, sem löglega og full- komna eign landsmanna. Og þótt stjórnin í Kaupmannahöfn væri afleit og gerómöguleg um flest, leit hún einnig öldum sam- an, eða með fullri vissu fram undir lok 18. aldar, á fiskið við fsland sem eign. Það er lítil hætta á því, að íslendingar rugli „almenningi hið ytra“ og þar með eignarréttinum yfir sjávarbotninum saman við „strauma íslands“ eða yfirráðaréttinn yfir hafinu. Meiri háski er á, að menn rugli almenningnum og eignar- réttinum saman við landhelgina. En það má ekki gera. Því fiski útlendinga utan landhelgi er ekki réttur, sem þeir eiga, heldur leyfi, sem þeim er veitt, og á ekki að standa lengur en léð er. Enn meinlegri og háskalegri er þó samruglun manna nu a landhelgi og straumum. En það er alveg nýtilkomið að lata landhelgi jafnframt sinni gömlu merkingu einnig merkja ,,so-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.