Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 21
eimheiðin
FYRIR 200 ÁRUM . ..
93
Etymologiae höfuðheimild, eins og kemur bezt í ljós af Alfræð-
um þeim hinum íslenzku, sem Kaalund gaf út í Kaupmannahöfn
1917—18 (III. bindi), eftir handritum í Árnasafni o. s. frv. Fleira
er þó eignað „magister Ysodorus" en það, sem runnið er frá
honum beint. Hér á landi hafa fræðimenn snemma á öldum vafa-
laust haft undir höndum rit Isidors eða útdrátt úr þeim. T. d.
hefur Ölafur hvítaskáld áreiðanlega þekkt til þeirra, svo og Ketill
Hermundarson ábóti á Helgafelli 1217—20, sé hann höfundur
Þorláks sögu helga. Etymologiae eru taldar með skólabókum á
Hólum, skv. skrá yfir eignir dómkirkjunnar 2. maí 1396, og af
skjali frá 1397 sézt, að ritið er til í Viðeyjarklaustri, að vísu „non
Plenus“.
Annar mesti alfræðingur miðalda, og þó uppi mörg hundruð
árum síðar en Isidor, var hinn franski munkur af heil. Benedikts-
reglu í Citeaux, Vincent frá Beauvais. Hann er höfundur geysi-
mikils alfræðirits í 32 bókum og 3718 kapítulum, hvorki meira
né minna. Kallaði hann rit sitt Speculum maius — skuggsjá hina
miklu, því að það átti að hafa að geyma allt, sem skoðunar og
íhugunar var vert, það er hann gat fundið í öðrum ritverkum,
bseði um fyrirbrigði hins sýnilega heims og hins ósýnilega, og
ekki aðeins um orðna hluti, heldur og jafnvel um óorðna, eftir
því sem hann skýrir sjálfur frá í forspjallinu. Annars skiptist
ritið í fjóra hluta, og nokkur vafi, að tveir hinir síðari séu verk
Vincents frá Beauvais. En síðasti parturinn — speculum historiale
— er einskonar veraldarsaga, sem oft er vísað til í íslenzkum
Htum og hefur sjálfsagt ekki óvíða verið til hér á landi á 14. öld
°g jafnvel fyrir 1300. Víst er um það, að ekki hefur all-lítið verið
tínt upp úr þessari fræðasyrpu og því snarað á íslenzku af elju-
sömum lærdómsmönnum, helzt auðvitað munkum eða öðrum, sem
latínu kunnu, því að Vincent de Beauvais skrifaði rit sitt á latínu
°g í kvæðisformi (með sexliðuhætti).
Má þar nefna kafla eins og „Um kraftaverk og jartegnir" og
um „heims ósóma“, hvorttveggja í Hauksbók; ýmsar heilagra
manna sögur, í útgáfu Ungers 1877, t. d. Maríu sögu egypzku,
Marte sögu og Marie Magdalene og Fides, Spes, Caritas; enn-
fremur nokkur brot í Barlaams sögu og Jósafats, t. d. söguna af
Thaís; þá er þáttur af Gúndelínus, prentaður í Stokkhólmi 1844
°g nokkur brot í hinni fyrri Nikuláss sögu erkibiskups, en sögur
af honum eru tvær á íslenzku; og loks er í svonefndum Konungs-
annál á nokkrum stöðum stuðzt við veraldarsögu hins franska
alfræðings.