Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Síða 21

Eimreiðin - 01.04.1952, Síða 21
eimheiðin FYRIR 200 ÁRUM . .. 93 Etymologiae höfuðheimild, eins og kemur bezt í ljós af Alfræð- um þeim hinum íslenzku, sem Kaalund gaf út í Kaupmannahöfn 1917—18 (III. bindi), eftir handritum í Árnasafni o. s. frv. Fleira er þó eignað „magister Ysodorus" en það, sem runnið er frá honum beint. Hér á landi hafa fræðimenn snemma á öldum vafa- laust haft undir höndum rit Isidors eða útdrátt úr þeim. T. d. hefur Ölafur hvítaskáld áreiðanlega þekkt til þeirra, svo og Ketill Hermundarson ábóti á Helgafelli 1217—20, sé hann höfundur Þorláks sögu helga. Etymologiae eru taldar með skólabókum á Hólum, skv. skrá yfir eignir dómkirkjunnar 2. maí 1396, og af skjali frá 1397 sézt, að ritið er til í Viðeyjarklaustri, að vísu „non Plenus“. Annar mesti alfræðingur miðalda, og þó uppi mörg hundruð árum síðar en Isidor, var hinn franski munkur af heil. Benedikts- reglu í Citeaux, Vincent frá Beauvais. Hann er höfundur geysi- mikils alfræðirits í 32 bókum og 3718 kapítulum, hvorki meira né minna. Kallaði hann rit sitt Speculum maius — skuggsjá hina miklu, því að það átti að hafa að geyma allt, sem skoðunar og íhugunar var vert, það er hann gat fundið í öðrum ritverkum, bseði um fyrirbrigði hins sýnilega heims og hins ósýnilega, og ekki aðeins um orðna hluti, heldur og jafnvel um óorðna, eftir því sem hann skýrir sjálfur frá í forspjallinu. Annars skiptist ritið í fjóra hluta, og nokkur vafi, að tveir hinir síðari séu verk Vincents frá Beauvais. En síðasti parturinn — speculum historiale — er einskonar veraldarsaga, sem oft er vísað til í íslenzkum Htum og hefur sjálfsagt ekki óvíða verið til hér á landi á 14. öld °g jafnvel fyrir 1300. Víst er um það, að ekki hefur all-lítið verið tínt upp úr þessari fræðasyrpu og því snarað á íslenzku af elju- sömum lærdómsmönnum, helzt auðvitað munkum eða öðrum, sem latínu kunnu, því að Vincent de Beauvais skrifaði rit sitt á latínu °g í kvæðisformi (með sexliðuhætti). Má þar nefna kafla eins og „Um kraftaverk og jartegnir" og um „heims ósóma“, hvorttveggja í Hauksbók; ýmsar heilagra manna sögur, í útgáfu Ungers 1877, t. d. Maríu sögu egypzku, Marte sögu og Marie Magdalene og Fides, Spes, Caritas; enn- fremur nokkur brot í Barlaams sögu og Jósafats, t. d. söguna af Thaís; þá er þáttur af Gúndelínus, prentaður í Stokkhólmi 1844 °g nokkur brot í hinni fyrri Nikuláss sögu erkibiskups, en sögur af honum eru tvær á íslenzku; og loks er í svonefndum Konungs- annál á nokkrum stöðum stuðzt við veraldarsögu hins franska alfræðings.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.