Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 83

Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 83
eimreiðin RITSJÁ 155 fi'amkvæmd. Og ekki efa ég, að Hag- fræðingafélag Islands myndi rétta slíkri útgáfustarfsemi liðsinni sitt. Haraldur Hannesson. tTR FÓRUM JÖNS ÁRNASON- AR, sendibréf. Finnur Sigmunds- son bjó til prentunar. SíSara bindi. Rvk 1951 (HlaSbúS). Ég gat fyrra bindis þessa sendi- bréfasafns í Eimreiðinni. Þótt nokkuð SL' liðið síðan þetta síðara bindi kom ut, er rétt að geta þess nokkuð, því bókin er merkileg. Rindið er 311 bls. að meðtöldum fylgiskjölum og nafna- skrá yfir bæði bindin; útgáfan hin vandaðasta, snoturlega og vel frá öllu gengið. Það er lán og gæfa hverrar þjóðar að hafa átt mikla og góða menn. Þótt þessir menn séu löngu liðnir veg allr- ar veraldar, eru þeir þó lifandi, því verk þeirra og minning eru lýsandi vttar, er sýna komandi kynslóðum veg frægðar og frama. Gott eftir- dæmi forfeðranna er einhver öflug- asta hvötin til dáða og dugs. Samtíðin dæmir varla sína föru- nauta réttum dómi. Ýmist verður þar Venjulegast um vanmat eða ofmat að ræða. Á æskuárum mínum, fyrir 50 arum eða svo, var vanmatiS algeng- ast, menn eins og Einar Benedikts- son, Þorsteinn Erlingsson, Guðmundur bi iðjónsson og margir fleiri voru ekki i hévegum hafðir, svona yfirleitt. Nú a tímum virðist aftur á móti nokkuð brydda á ofmati, þar sem alltiðar eru skrumauglýsingar um einstaka menn, sem jafnvel virðast sprottnar ein- góngu af stjórnmálaviðhorfi. Auðvit- a® lagast þetta eftir einn eða tvo niannsaldra. Þá hljóta núlifandi nienn sinn sögulega dóm. Einnig þeir, sem nú eru vanmetnir. Mér er nær að halda, að kúfurinn lækki nokkuð á sumum þeim, sem hæst er hossað nú á dögum, þegar „aldir renna“. Jón Árnason, þjóðsagnasafnarinn frægi, var mikils metinn um sína daga. Þó hefur hann vaxið eftir dauð- ann. Nú er hann hiklaust talinn meðal allra-merkustu manna nítjándu aldarinnar. Þessi öðlingur, sem var sístarfandi við hin sundurleitustu verk og sískrifandi meðan sjónin ent- ist, hafði jafnan hugann fullan af áhugamálum, sínum og annarra. Hann skrifaðist á við flesta merkustu islenzka menn þeirrar tíðar og nokkra erlenda menn, einkum Kon- rad Maurer. Göfuglyndi Jóns og heiðarleika var við brugðið. Á yngri árum þekkti ég marga samtíðarmenn Jóns. Virtu þeir hann allir og dáðu, sem einhvern hinn merkasta og bezta heiðursmann, er þeir hefðu kynnzt. Aldrei heyrði ég neinn hallmæla honum. Þeir, sem lesa bréf Jóns Árnason- ar og bréfin til hans, sem hér hafa verið birt, verða margs vísari, sem áður var þeim hulið. Þeir skyggnast inn í liðna tima og lifa með fólki, sem er löngu horfið, en sem þó lifir í verkum sinum. Það er ánægjulegt að lifa með Jóni Árnasyni, eins og hann starfar, gleðst og sigrar, bæði í blíðu og einnig í stríðu. Eins og öll mikilmenni varpar hann ljósi á fjölda samtíðarmanna, þeir lifa með honum í þessu ljósi, margir þeirra vaxa einnig með honum við þessa kynn- ingu. Landsbókavörður dr. Finnur Sig- mundsson hefur unnið gott og mikið verk með útgáfu bréfanna, smekk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.