Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Side 17

Eimreiðin - 01.04.1952, Side 17
eimreiðin VIÐ ÞJÓÐVEGINN 89 og beztir úti í Kaupmannahöfn, enda viðurkennir höfundurinn, að hann hafi aðeins rekizt á einstaka slíka muni í kirkjum hér á landi. Jú, rétt mun það, að vér séum margir syndaselir, íslend- 'ngar. En að fólk frá nýtízku-heimilum á íslandi aki á sunnudög- um til kirkju sinnar í glæsilegri dollarabifreið, sem kosti tvöfalt nieira en kirkjuhúsið, er víst harla fátíð sjón. Þessir burgeisar Ulsdals klerks drattast þó til að fara í kirkju, enda hægt um vik, þar sem dollara-bifreiðin tryggir, að þeir ofþreytist ekki á kirkju- göngunni. Allir prestar á íslandi hafa líka bifreið, segir í grein Ulsdals, og samt eru messuföllin gífurleg. Það er ekki alveg laust við, að kenni einhverrar gremju yfir velgengninni á íslandi, hinni syndsamlegu velgengni í landi hinnar kirkjulegu eymdar og spill- ingar. Stafar sú gremja vafalaust af heilagri vandlætingu, en ekki neinum lágum hvötum. Oll hin ytri eymd kirkjunnar á íslandi er þó ekkert hjá spill- ingunni hið innra. Þar kastar nú fyrst tólfunum. Og það sorglega eG að rót þeirrar spillingar telur höfundurinn komna frá sjálfu heimalandi hans, frá Brandesi gamla og félögum hans úti í Kaup- niannahöfn. Áhrif hins gáfaða Georgs Brandesar á unga íslenzka námsmenn í Kaupmannahöfn gufuðu oftast furðufljótt burt eftir að þeir sett- ust að heima á íslandi. í Danmörku var hann lengur dýrkaður en a Islandi, þessi veikgeðja og hégómagjarni gáfumaður, sem Fred- rik Böök hefur sýnt oss í svo skýru Ijósi í bók sinni um Victoríu Benediktsson, sem hann reit fyrir Sænska Akademíið vegna 100 ára afmælis hennar 6. marz 1950 og út kom í íslenzkri þýðingu á liðnu ári. Það er hæpin ályktun hjá séra Ulsdal, að fjandsamleg áhrif Brandesar gegn kirkjunni hafi verkað meira á íslandi en í Danmörku. Vel kann að vera, að Danir hafi átt bráðgáfaðri og árvakrari menningarfrömuðum á að skipa gegn Brandesardýrkun- inni og öðrum skyldum hreyfingum en íslendingar, eins og séra Ulsdal gefur í skyn. En hér eins og í Danmörku varð aðalvopnið 9egn þeim það sama: að samræma kristindóminn vísindalegum skoðunum samtíðarinnar. Með öðrum orðum: Það var gripið til fjálslyndrar guðfræði, eins og séra Ulsdal segir. Svo staðnar ís- lenzka kirkjan í þessari frjálslyndu guðfræði, sú danska aftur á móti ekki. En hvernig er hægt að staðna í frjálslyndi? Það virðist hrein lýsimótsögn (contradictio in adjecto) að komast svona að °rði. Og ef höfundurinn á með frjálslyndri guðfræði við biblíu- rannsóknirnar og hina svonefndu hærri krítik frá því um og eftir aldamótin, þá er það einmitt þetta, sem hann finnur íslenzku

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.