Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 68

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 68
140 OFT SKELLUR HURÐ NÆRRI HÆLUM EIMREIÐIN stefnunni, vongóður um að þetta yrði él eitt. Eftir að hafa gengið hæfilegan tíma, fann ég halla móti fæti og þóttist þá vita, að ég væri að far'a upp Skjaldklofann. Ég gekk út fellið og hlíðina, þegar það þraut, en ekki rofaði aftur. Þannig gekk ég allt út að Dritfelli, sem er auðkennilegt mjög, og þaðan, eða þó öllu fyrr, átti ég að taka stefnu á Háreksstaði. Voru þá tveir kostir fyrir hendi, en hvorugur góður í dimmviðri. Annar var sá, að taka stefnu á Háreksstaðakvísl þvera, einhversstaðar utan við bæ, en ég óttaðist, að hún væri fennt í kaf, hinn sá, að fylgja Fellna- hlíð svo langt sem hún nær og reyna svo að gaufa út í Einars- staði í Vopnafirði. Það var lengri leið en svo, að til þess entist dagur í dimmviðri og þungri færð, enda vandratað eftir að sleppir Fellnahlíð. En ég slapp við að velja um þetta, því rétt í þessu kippti sundur litla stund, svo ég sá vel í kring um mig og náði stefnu á Háreksstaði áður en skellti saman aftur, svo góðri, að mér þótti einsætt að reyna að ná þangað, þó bærinn sé mjög vandhittur frá suðri og austri í dimmu. Svo dimmdi að aftur, en mér tókst að hitta bæinn. Var mér tekið þar með hinni kunnu alúð heiðarbænda. Þarna var hinn síðasti ábúandi Háreksstaða, Þorkell Björnsson, sem bjó þar að- eins eitt ár. Ferð minni var lengra heitið, svo matur var þegar borinn fram. Hélt ég aftur af stað eftir sem næst klukkustundar hvíld og hressingu, áleiðis að Brunahvammi. Þó komið væri þá úthall dags, kveið ég engu. Ég ætlaði út alla bakka, fyrst með- fram Háreksstaða-kvísl og síðan Hofsá. Það er talinn fjögra tíma gangur milli bæja, en bæði mun léttari færð og auðratað í öllu sæmilegu veðri. Beinasta leið er um fjórðungi styttri. Það sá ég fljótt, þegar kom út með Kvíslinni, að sennilega hefði ég ekki orðið hennar var, ef ég hefði komið þvert að henni í dimmviðri. Birtu tók að bregða rétt eftir að ég fór frá Háreksstöðum. Rytju- veður var, en ekki mjög vont á kunnugri og all-glöggri leið. Mér sóttist gangan sæmilega. Þegar ég kom út að Kinnarlæk, rofaði snöggvast í vestur; var þá nærri dagsett. Þaðan er talinn klukku- stundar gangur til bæjar, paufaðist ég þann spölinn í svarta- myrkri og sá miður til að rekja mig. Stefán í Brunahvammi var rétt að ljúka útistörfum, þegar ég kom þar. Okkur var vel til vina frá því að hann bjó á Háreksstöðum, en ég var í Bruna- hvammi, og ætíð síðan. Hann varð glaður við að sjá mig, og stóð ekki á því að ég væri leiddur í bæinn. Hinn fyrsti beini á þessum tíma var ævinlega að drífa gestinn úr blautum sokkum og ljá honum þurra sokka og skó, ef hann

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.