Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 10

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 10
98 EIMREIÐIN Þin œttjörð — hér hófst hún af holskeflum eldhrims og flóða. Að himinskautum stóð nóttin í glampandi báli. Og svipmeira land hefur aldrei af unnum stigið, né ávarpað hnött sinn og stjörnur á skáldlegra máli. Og aldanna hönd tók acf rista sitt rúnaletur á rauSar horgir og fjallhláa hamrasali. Þar léku á basalthörpunnar stuðlastrengi /)eir stormar, sem báru me'S regninu moldir í dali. fá, moldir, sem eiga sér miskunn himinsins vlsa og mildar vorskúrir ástriki sínu glœSa — það stenzt ekkert líf til langframa þeirra ákall, og loks mun þaS veglausa firð yfir útsæinn þræða. Og hafborin frækorn og flugprúða gesti loftsins bar fyrsta til landnáms á útmörkum norrœnnar slóðar. Þó helgaðist niðandi lífi og lifandi óði það land, sem í tiginni einsemd hér beið sinnar þjóðar. Það beið sinnar þjóðar og hingað var ferðinni heitið. Þinn hamingjudraumur tók svipmót af landinu bjarta, sem gerðist þín ættjörð og lagði þér Ijóð sín á tungu. Ó, lát ekki rödd hennar farast í œskunnar hjarta. Það spyr engin saga, það forvitnast aldrei nein framtið um fólk, sem er ætt sinni horfið og reisn sinni glatar. Þvi land þitt er einnig þin örlagaborg og þitt vigi og einungis þangað um <ál þína hamingjan ratar.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.