Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 12

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 12
Listahátíð Ávarp Jóns Þórarinssonar, formanns Bandalags ísl. listamanna, við setningu Listahátíðarinnar í Háskólabíói 7. júní Jón Þnrarinsson. Ég leyfi mér, fyrir hönd Bandalags íslenzkra listamanna, að bjóða yður öll velkomin til þessarar samkomu. í fjórða sinn boðar bandalagið til íslenzkrar listahátíðar í þvi skyni, að listamennirnir sjálfir og þeir, sem listum unna, megi gera sér þess nokkra grein, hvar vér erum á vegi stödd í þeim efn- um, hvort vér höfum staðið í stað hin síðari ár ellegar munað nokk- uð á leið. Þrjár hinar fyrri hátíðir voru nefndar Listamannaþing, en aðeins hin fyrsta var þó tengd nokkru þinghaldi í venjulegri merkingu þess orðs. Þar voru fundir haldnir og ályktanir gerðar um þau mál, sem þá voru efst á baugi í liópi listamanna. Að öðru leyti var höfuð- áherzla lögð á kynningu íslenzkrar listsköpunar og listflutnings, eins og enn mun verða gert á þeirri hátíð, sem nú er að hefjast. Þó ber það hér til nýlundu, að á þessari hátíð koma fram tveir er- lendir gestir, enska söngkonan Ruth Little og Vladimir Asjkenazy píanóleikari frá Sovétríkjunum, og eru þau boðin sérstaklega vel- komin til hátíðarinnar. Þessi nýbreytni er í samræmi við sjónarmið, sem mjög hefur látið á sér brydda í umræðum um þessi mál innan Bandalagsins, og á rætur í mjög breyttum aðstæðum að mörgu leyti,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.