Eimreiðin - 01.05.1964, Side 13
EIMREIÐIN
101
síðan hið fyrsta Listamannaþing var háð. Má vænta þess, ef fram-
hald verður á þessu hátíðahaldi Bandalags íslenzkra listamanna, að
hátíðirnar fái smám saman alþjóðlegri svip en þær hafa haft til
þessa.
Upphafsmaður að fyrsta Lista-
niannaþinginu, sem haldið var í
nóvember 1942, var Páll ísólfsson,
°g setti hann fram þessa hugmynd
sína í blaðagrein í apríl það ár.
Hún var fram komin vegna deilna,
sem risið höfðu með listamönnum
°g áhrifamiklum valdamönnum í
þjóðfélaginu, átaka, sem höfðu náð
inn í raðir listamannanna sjálfra
°g riðlað fylkingum þeirra. Höfuð-
hlgangur þingsins var að efla sam-
stöðu listamanna annars vegar, hins
Vegar að minna á gildi listanna í
þjóðlífinu og kynna það starf, sem
verið var að vinna á vettvangi þeirra.
Þegar þetta var, logaði heimurinn í ófriðarbáli. Miklar menning-
arþjóðir bjuggu við andlega áþján, sem á sér fáar hliðstæður í sög-
unni. Þær þjóðir, sem okkur eru nákomnastar að frændsemi og
Vegna sögulegra tengsla, Iiöfðu orðið undir járnhæl þess valds, sem
hér var að verki, og allt samband okkar við þær slitnaði um árabil.
Áðstæðurnar neyddu okkur til að leita í aðrar áttir, og þannig hóf-
Ust samskipti, menningarleg og stjórnmálaleg, sem við höfum
haldið áfram, ótilneyddir, til þessa dags. Á sama tíma var að hefjast
hylting í íslenzku efnahags- og atvinnulífi, sem hlaut að hafa — og
hefur haft — mikil og djúptæk áhrif á menningarlíf þjóðarinnar.
^ið stóðum því um þessar mundir á vegamótum, jafnt í andlegum
Sem efnalegum málum. Ef til vill áttu Listamannaþingin sinn þátt
1 því, að við töpuðum ekki með öllu áttunum á þeim krossgötum.
Kannske hefur h'ka sú von búið í hugum þeirra, sem gengust fyrir
hinu fyrsta Listamannaþingi. En víst er, að sú áminning, sem Páll
hsólfsson setur fram í fyrrnefndri grein sinni og leggur þyngstu
aherzlu á, var ekki ástæðulaust: „að vakað sé vel yfir þvi, að frjáls
Dr. Páll Isólfsson.