Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Síða 16

Eimreiðin - 01.05.1964, Síða 16
Löngu fyrir dögun skreiddist Stóri-Jón út úr görmunum í hjónafletinu. Hann þreifaði í myrkrinu eftir fötunum sínum og klæddi sig án þess að kveikja. Það marraði í gólfinu undan þunga hans. En þegar hann lireyfði sig ekki, heyrði hann andardrátt sofandi barnanna. Og þögulleik konunnar. En hann lét sem hann vissi það ekki, að hún lá vakandi. Og þegar hann var alklæddur, læddist hann fram án þess að tala til hennar. Hann laumaðist fram göngin, kunnugur hverjum krók og kima. Beygði sig af vana, er hann fór um lágu dyrnar inn í hlöðuna. Leysti ofurlítið hey úr stabbanum, vinzaði það og hristi, alltaf í myrkrinu. Tók síðan fullt fangið og hristi af sér lausu stráin, bar heyið út um hlöðudyrnar, spölkorn eftir göngunum og þar inn um aðr- ar dyr. Kýrin hafði þegar verið vöknuð, er hann fór fram hjá dyrunum hennar á leið inn í hlöðuna. Nú fagnaði hún hon- um með þegjandalegu bö-ö! Hann ýtti sér upp í básinn, með- fram kúnni, og lét heyið upp að veggnum fyrir framan liana. Þá tók hann eldspýtu og kveikti á lýsislampanum, sem hékk í stoð undir mæniásnum. Síðan mokaði hann flórinn. Og að því búnu fór hann að gá til veðurs. f- Stóri-Jón __________________________ Það hafði kynngt niður fönn um nóttina. Útihurðin laukst út, en með miklurn erfiðismun- um varð liann að taka hana af hjörunum og inn í bæjardyrn- ar. Gráleitur gaddurinn byrgði fyrir dyrnar. Hann fékk brotið sér göng upp að dyrakampinum annars vegar, smaug þar út og kom upp í frostheiða naetur- kyrrðina. Það var hætt að snjóa. Hann tók til að grafa göng nið- ur í skaflinn til dyranna. Hann hamaðist eins og berserkur með rekunni, meðfram til að dreifa hugsunum sínum. Göngin gerð'1 hann hálfu breiðari en vera þurfti. Og er því var lokið, tók hann til að leita af kappi a'') holu þeirri, er hann fyrir nokkru hafði höggvið í svellið á baejai" læknum til að ná í vatn. I’að hafði kaffent yfir hana. En seint um síðir fann hann hana þó.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.