Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Page 18

Eimreiðin - 01.05.1964, Page 18
106 EIMREIÐIN lengi þegjandi. Morgunskímuna lagði inn um hélaðar rúðurnar. Konan var að prjóna. Ekkert heyrðist, annað en klökkt málm- hljóðið í prjónunum, er þeir mættust í lykkjunni. Og við og við andvörp barnanna. Þá lagði konan prjónana skyndilega frá sér, tók lampann og ætlaði að fara. „Ég er ekki búinn að brynna kúnni ennþá,“ rnælti hann og reis á fætur. Hún dokaði við, eins og hún ætlaði að segja eitthvað, úr því að þögnin var rofin. En svo rétti hún honum lampann þegjandi, og hann fór. „Verið nú góð börn, þá skal ég koma fljótt með mjólkina," sagði hún og fór fram á eftir manni sínum. Börnin lágu þegjandi stundar- korn. Þá sagði telpan, sem var yngri: „Við fáum víst engin kerti á jól- unum.“ Hún ætlaði að láta sem sér stæði á sama, en þó var röddin klökk. „Nei,“ kjökraði drengurinn, „og engan jólagraut heldur.“ „Og ekkert laufabrauð, eins og við erum vön að fá“. „Og enga jólaköku.“ Drengurinn grét í hljóði. „Mamma er svo oft að gráta,“ mælti stúlkan, sem enn hélt niðri í sér grátinum, þó að röddin væri orðin bæði veik og snöktandi. „Bara að við værum ekki svöng", svaraði drengurinn og hrein nú hástöfum. Og svo emjuðu þau hvort með öðru látlaust sama viðkvæðið: „Ég er svo svangur“ . . . „Ég er svo svöng“. Stóri-Jón var búinn að setja fötuna upp í básinn til beljunn- ar. Þá kom konan allt í einu í dyrnar. Hún leit ekki á hann. En hún sagði ofur hæglátlega, eins og í afsökunarróm: „í dag höf- urn við ekki annað en mjólkur- sopann, — þessa tvo potta.“ Það var bið á svari. Hann virt- ist hafa allan hugann á því, hve ört vatnið lækkaði í fötunni. „Og á morgun eru jólin, sagði hún, en hæglátari en áður. „Það er svo sárt fyrir börnin/ bætti hún við litlu síðar. Stóri-Jón svaraði engu. Hann horfði aðeins á hana og var að hugsa um, hvort hann ætti að stinga upp á því að slátra kúnni- Hún lét hugfallast og fór að gráta, er henni varð litið franran í hann. „Ég skal reyna að fara niður í kaupstaðinn," mælti hann. „En auðvitað get ég ekki komið heirn fyrr en á morgun. Þorirðu að vera ein með börnin?" „Mér finnst ég ekki hrædd við neitt framar," svaraði hún, og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.