Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 22

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 22
110 EIMREIÐIN hef ég orðið fyrir óhappi. Yður er það víst vel kunnugt, að allar kindurnar mínar fórust í fjár- skaðabylnum mikla. Ég hef fund- ið aðeins fáeina dauða skrokka, flesta óæta. Og umsvifalaust vís- ið jrér mér á sveitina. En lifandi leita ég ekki á hennar náðir. Sú ánægja skal yður aldrei hlotnast. Hann hló kuldahlátur. „Verið þér sælir,“ sagði hann og jtreif hendi verzlunarstjórans, áður en hann varði. „Og minn- ist vel orða minna: ég og mínir fara ekki á sveitina, ekki í lif- anda lífi. Hitt læt ég mig litlu skipta, fyrir hvaða fé okkur kann að verða holað ofan í jörðina, eða hvort fyrir jtví verður haft, jreg- ar við erum dáin úr hungri. Nt'i fer ég heim og slátra kúnni. Gleðileg jól!“ Stóri-Jón kreisti hönd verzlun- arstjórans svo fast, að hann varð að bíta á jaxlinn til að æpa ekki upp yfir sig. Hann hugði hvert bein brotið í hendinni. Stóri-Jón laut að honum og hvæsti beint framan í hann. „Hittumst hinum megin. Ver- ið Jrér sælir á meðan.“ Hann sleppti hendinni. Sneri sér við og tók um hurðarhúninn, en svo ójryrmilega, að hann hraut af, án Jress að hurðin opnaðist. Þá sparn hann fæti í hurðina, svo að hún brotnaði, og vatt sér út úr búðinni. Verzlunarstjórinn stóð um stund sem steini lostinn. Svo Jiaut liann út á eftir Jóni. Hann sá stóra manninn þjóta af stað og stefna til fjalls. En ekki gat hann fengið af sér að kalla til hans og stöðva hann. „Hann ætlar f jallaleiðina,' tautaði hann. „Ekki inn dalinn. Svo að enginn verður á vegi lians.“ Hann fór inn í skrifstofuna aftur. Anzaði engu, sem á hann var yrt í búðinni. Settist þar við skrifborð. En varð eirðarlaus. „Það er afleitt," tautaði hann- Æsingin hafði sjatnað við það, sent hann jós úr sér, svo að hon- um var runnin reiðin. „Slátri hann kúnni, þá er ekkert eftir. Og hver úrærði hefur hann þá? Hann er víst Jrverlyndari en svo, að hann segi sig til sveitar. En sú æsing, sem í honum var. Og fjandans geðvonzkan. Hann er litlu betri en ég.“ „En slíkan mann gæti ég not- að,“ sagði hann ennfremur við sjálfan sig. „Hann er víst tveggja rnanna maki við vinnu. Og sam- vizkusamur, Jrað hefur hann alh' af reynzt vera. Það var reyndat synd, að ég skyldi neita honuin- Eg liefði vel getað hjálpað hon- um til að koma fótunum fyrir sig aftur, í stað Jiess sem ég reyndi að ota lionum á sveitina. Hví JrU að láta hann sitja og svelta þarna

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.