Eimreiðin - 01.05.1964, Side 23
EIMREIÐIN
111
uppi í kofaskriflinu? Þar getur
hann aldrei bjargast og sízt nú,
er hann hefur misst allt sitt.
Einnig lánstraustið."
Hann sat um stund hljóður og
hreyfingarlaus. Síðan reis hann
á fætur og gekk frarn í dyrnar.
„Jólin eru að ganga í garð,“
tautaði hann, — honum fannst
hann þurfa að afsaka áform sitt
með þeirri athugasemd.
„Hver ykkar hefur hest og
sleða?“ spurði hann bændurna.
Ymsir sögðu til sín.
Hann valdi þann, er liann
þekkti bezt. Bað hann að finna
sig inn fyrir, og lokaði, svo sem
hægt var með brotnu hurðinni.
„Geturðu farið ökuferð fyrir
mig? Nú í nótt? Inn á heiði, í
kofann, þar sem Stóri-Jón á
heima.“
Þarf þess í nótt?“
Verzlunarstjórinn beit í vör-
ina. Það lá við, að hann sleppti
sér aftur.
En svo gekk hann til bóndans
og hvíslaði að honum. „Það verð-
ur að vera í nótt. Þú verður að
sjá til að verða á undan honum,
með því að fara inn dalinn, eða
ná honum — hann fór fjallaleið-
ina. Eina kýrin hans er í húfi.
Þú veizt að hann hefur misst allt
fé sitt. Ég varð hálfær áðan og
synjaði lionum þess, sem hann
bað um. Hann var líka viti sínu
f jær.“
„Ég fer þá þegar í stað. Hvað
á ég að gera?“
„Fær honum ofurlítið af varn-
ingi. Ég skal láta búa það út í
flýti. Og á nteðan skrifa ég nokkr-
ar línur, sem þú tekur með þér.
Sjáðu um, að hann lesi þær. Er
færðin góð? Verður bjart í nótt?
Heldurðu að þér takist þetta?“
„Það lield ég. Ég skal gera,
hvað ég get. Ég fer þá að beita
hestinum fyrir sleðann.“
Ekillinn náði göngugarpinum
Jrar, sem saman koma fjallaleið
og sveitarvegur.
Hann fékk honum bréfið.
Hann braut það upp og las. Síð-
an settust Jreir sinn hvorum meg-
in á sleðann og óku áfram.
En aldrei mun ekillinn gleyma
því, hve kátlega Stóri-Jón komst
að orði, þegar hann hafði lesið
bréfið:
„Nú er ég steinhissa! Hvað
gengur að manninum?