Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 33

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 33
EIMREIÐIN 121 bar hag og framtíðar heill landa sinna fyrir brjósti, þess vegna er frásögn Vilhjálms Stefánssonar urn hann og þessa atburði, í bók- inni Iceland The First American Republic, villandi ómakleg. Vilhjálmur Stefánsson hefur ekki skilið Jón Ólafsson, e. t. v. voru þeir of líkir hvor öðrum. Hann leggur út af kvæði Jóns um Alaska og kemst að hinum fáránlegustu niðurstöðum um liöfund þess, en hefur þó aldrei lesið kvæðið sjálfur nema í þýðingu dr. Wat- son Kirconnell, en því miður hefur þýðandinn f'laskað illa á tveim seinni stefunum. Kvæðið sannar einmitt alvöru og einlægni Jóns Ólafssonar í þessu máli. Hann er staddur í Kodiak, Alaska, þegar hann yrkir kvæðið, og er snortinn af náttúrufegurð þessa óbyggða lands og finnst það næstum syndsamlegt að raska eyði-ró þess. Kvæðið er svona: Ég hvíli’ í svölum skugga grænna greina í grasi mjúku sjávar-hamra við; hér finnur hjartað fró og létti meina við fugla-söng og marar-báru nið. Mér finnst ég þekkja’ að fornu þenna klið, mér finnst ég útlegð minni læri að gleyma, mér finnst að hér ég geti fundið frið, mér finnst að hér sé gott að eiga heima. En stundum nærri sýnist mér það synd með solli byggðar landsins tign að skerða og inni fornu eyði-ró að raska — Ó, ekki’ ef þín in munarfagra mynd vill móðurlausum íslands börnum verða framtíðar-ból og fóstra ný, Alaska! Kodiak Isl., Alaska, 29. okt. 74.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.