Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Síða 35

Eimreiðin - 01.05.1964, Síða 35
EIMREIÐIN 123 ur að aldri, fæddur að Sandi í Aðaldal 18. ágúst 1904. Þó að þessi grein sé beinlínis skrifuð af því tilefni, þá er ætt hans svo kunn og fraendgarður hans svo auðkennilegur í samtíðinni, að ég tel þarf- laust að rekja það nánar. II Þegar Þóroddur kom í þriðja bekk Kennaraskólans haustið 1935, var hann um margt miklu þroskaðri maður og reyndari, en allur þorri þeirra, sem þar voru fyrir. Ekki sýndist það í því, að hann hefði sig mjög í frammi, því að hann var hægur í fasi, hlédrægur og óhvatur til orðvíga. En hann var traustur og samvizkusamur í námi, gerhugall og óflasfenginn, rökhyggjumaður og ódeigur að brjóta heilann um hlutina. Hygg ég og, að þetta hafi einkennt Þór- odd jafnan síðan. Námsferill hans var þá þegar orðinn með nokkuð sérkennilegum hætti. Hann hafði gengið á unglingaskóla á Breiðu- mýri og lokið prófi frá héraðskólanum að Laugum vorið 1926. Upp úr því siglir hann til Noregs og tekur að stunda búfræðinám við landbúnaðarskólann á Kalnes á Östfold og lýkur því námi árið 1929. Næst skýtur Þóroddi upp í Kaupmannahöfn og leggur nú stund á landafræði, dýrafræði, grasafræði og jarðfræði við Kennaraháskól- ann þar í borg árin 1931 og 1932. Þannig undirbúinn hefur hann námið í þriðja bekk kennaraskólans og lauk kennaraprófi þá um vorið 1936. Hafði þá og áður, eftir að hann kom frá Kaupmanna- höfn, verið kennari við Laugaskóla og héraðsskólann á Reykjum. Hér var því hvorki viðvaningur né heimaalningur á ferð. Þessi námsferill gæti gefið til kynna, að Þóroddur hafi framan af ævi verið nokkuð óráðinn í því, hvað hann skyldi gera að aðalævi- starfi sínu. Vera má og, að fjárhagsástæður framan af ævi hafi valdið nokkru um. En næst er það grun mínum, að meginorsökin hafi verið meðfædd skáldskaparhneigð og bókmenntaáhugi og önn- Ur slík hugðarmál, sem á þeim tíma máttu teljast allt annað en efnileg til lífsframfæris. Ræð ég það meðal annars af því, að þegar Þóroddur á þess kost löngu síðar að dvelja við nám á Bretlandseyj- utn, 1948—49, aðallega á Trinity College í Dublin, þá leggur hann stund á enskar bókmenntir. Og víst er um það, að þegar Þóroddur Guðmundsson kvaddi Kennaraskólann, þótti okkur kennurunum þar sýnt, að hann myndi verða traustur og gegn skólamaður, enda hefur sú orðið raunin á.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.