Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 36

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 36
124 EIMREIÐIN III Skólakennsla og skólastjórn hafa orðið aðalatvinnustörf Þórodds Guðmundssonar síðan, en áhugastörfin þó sennilega gildari þáttur í æviverki hans þegar frá líður. Hann gerðist kennari við Eiðaskóla árin 1935—44, skólastjóri héraðsskólans í Reykjanesi 1944—48, kenn- ari við Gagnfræðaskólann í Flensborg í Hafnarfirði upp þaðan og um skeið aðstoðarbókavörður við Bókasafn Hafnarfjarðar. Auk þess hefur hann gegnt fjölda trúnaðarstarfa, hvar sem liann hefur verið og miklu fleiri en hér skuli upp talin. Hann hefur setið árum sam- an í stjórn Félags ísl. rithöfunda, verið formaður þess árin 1954—58, fulltrúi þess í fundum Norræna rithöfundaráðsins og fulltrúi Rit- höfundasambarids íslands í stjórn Bandalags íslenzkra listamanna. Auk þess átt aðild að og verið í stjórn fjölmargra menningarsam- taka. Um Þórodd er það mála sannast að ekki hefur hann orðið oddamaður á þessum sviðum fyrir framgirni sakir eða metnaðar, heldur hitt, að menn Iiafa jafnan fundið, að Þóroddur er vitur mað- ur og velviljaður, sem hvorki skorti einurð né drengskap til þess að fylgja því jafnan, er hann vissi réttast og sanngjarnast. Er hann þó kappsamur undir niðri og fylginn sér, eins og hann á kyn til. En forsjá og hyggin gát eru einnig ríkir eðlisþættir í skapgerð Þórodds og kippir honum þar í Bárðdælakyn. Þessara kosta hefur hann notið um þann trúnað, sem honum hefur hvarvetna orðið auðfenginn, af því að menn fundu, að hann var góður félags- drengur. IV Það hefur orðið hlutskipti Þórodds Guðmundsonar að atvinnu- störfin og félagsleg umsvif hafa ekki orðið nema heimur hans hálf- ur, og kannski sú helft hans, sem firr stóð hug hans og ástum, en sú, er sinna varð í tómstundum. Hefur hann um þetta átt sammerkt við föður sinn og fjölda annarra mætra íslendinga, sem verið hafa drjúgir liðsmenn íslenzkri menningu. Þóroddur er borinn inn 1 og alinn upp við íslenzka menningararfleifð, eins og hún gerist traustust, þjálfaður í Iiáskóla tungunnar hjá föður sínum, sem ein- hver var orðsnjallastur og myndauðugastur í máli allra sinna sani- tíðarmanna, skáld í skynjan og skapi og hamhleypa til átaka. Mundi slíkt eitt nóg til þess að setja mark sitt á barn og æskumann, þð

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.