Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Page 41

Eimreiðin - 01.05.1964, Page 41
UNGIR LISTAMENN: Sigurður Björnsson óperusöngvari. Ungur Hafnfirðingur, Sigurður l'jörnsson, óperusöngvari, hefur að undanförnu getið sér gott orð fyr- tr söng sinn í Þýzkalandi og víðar 1 Evrópu. Hann hefur verið fast- ráðinn við ríkisóperuna í Stuttgart síðastliðin tvö ár og á liðnum vetri söng hann þar í samtals 19 óper- urn. Hann er ráðinn þar í eitt ár 1 viðbót, en dvelst nú í sumarleyfi hér heima, og á að vera kominn aftur til óperunnar 15. september í haust. Auk þess, sem Sigurður Ejörnsson hefur sungið víða um Þýzkaland, hefur hann komið fram 1 ýmsum öðrum löndum, meðal unnars hefur hann oft sungið á Spáni, en þar söng hann t. d. í fyrra guðspjallamanninn í Matthe- usar-passíunni. Einnig hefur hann sungið í Tékkóslóvakíu, Austur- ríki, Hollandi, Belgíu og Dan- utörku. Sigurður er fæddur i Hafnarfirði 1932. Foreldrar hans eru hjónin Guðfinna Sigurðardóttir og Björn Árnason bifreiðastjóri. Að afloknu námi í Elensborgarskóla stundaði Sigurður nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík, þar sem hann nam fiðluleik í fimm ár, og var Björn Ólafsson konsertmeistari kennari lians. Á þeim árum var Sigurður einnig í söngtímum hjá Guðmundi Jónssyni óperusöngvara og ítalska söngkennaranum Primo Montan- ari, og loks var hann eitt ár við söngnám í Tónlistarskólanum, og var kennari lians þar Kristinn Hallsson óperusöngvari. Sigurður útskrifaðist úr Tónlist- arskólanum í Reykjavík vorið 1956, og um liaustið fór hann ut- an til framhaldsnáms og innritað- ist í Tónlistarskólann í Múnchen í Þýzkalandi. Þar stundaði hann 9

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.