Eimreiðin - 01.05.1964, Síða 42
130
EIMREIÐIN
söngnám næstu sex árin og útskrif-
aðist árið 1962. Fyrstu fimm árin
var kennari hans þar hinn frægi
söngvari Gerhard Húsch, sem á sín-
um tíma söng með Pétri Jónssyni
í ýmsum óperuhúsum Þýzkalands,
en síðasta námsár Sigurðar í Mún-
chen var kennari hans Blaszke,
sem tók við kennslu við skólann af
Húsch, þegar hann fór til Japans.
Á námsárunum í Múnchen söng
Sigurður oft opinberlega, bæði í
Þýzkalandi og fleiri löndum. Arið
1960 vann hann verðlaun í Hol-
landi á söngmóti, þar sem yfir 100
söngvarar komu fram. Sigurður
vann þar önnur verðlaun fyrir ten-
orsöng ásamt öðrum söngvara, en
fyrstu verðlaun voru engum veitt.
Sigurður Björnsson réðst að ríkis-
óperunni í Stuttgart beint frá skól-
anum, og hef'ur starfað við óperuna
síðan, en auk þess hefur liann sung-
ið í fjölmörgum borgum Þýzka-
lands og í fleiri löndum, eins og
áður getur. Þá hefur hann og sung-
ið inn á liljómplötu og í vetur á
liann að syngja inn á plötu lijá
þýzku hljómplötufyirtæki. Hann
hefur nýlega fengið tilboð um að
syngja 30—40 sinnum við óperuna
í Dússeldorf næsta vetur og enn-
fremur liefur honum verið boðið
að syngja í Lúbeck og í Múnchen
og loks í Brússel. — í fyrravetur
söng Sigurður í Árósum í Dan-
mörku í jólaoratoríum og mun
syngja þar aftur í desember næst-
komandi. Ennfremur mun hann þá
syngja í danska útvarpið og á lieim-
leið í sumar söng hann þar íslenzk
lög í útvarpið.
Á meðan Sigurður Björnsson
stundaði nám liér lieima kom hann
nokkrum sinnum fram opinber-
lega. Meðal annars söng hann með
Fóstbræðrum og ennfremur söng
hann í Pilti og stúlku, þegar leik-
ritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu, en
þar fór hann með hlutverk pilts-
ins. Síðar söng hann með sinfóníu-
hljómsveitinni, og tvisvar á vegum
Tónlistarfélagsins, og ennfremur
hefur hann sungið í Ríkisútvarpið.
I. K.
Leiðrétting:
Þau mistök urðu í síðasta liefti, á bls. 29, að skökk fyrirsögn er
yfir ljóði eftir W. S. Landor. Rétt er fyrirsögnin þannig: Við Hfs~
ins eld.