Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Page 50

Eimreiðin - 01.05.1964, Page 50
138 EIMREIÐIN þúfur. Dvölin í Kaupmannahöfn varð honum óslitin niðurlæging og píslarganga. Veturinn 1922 var Nis Petersen í hópi hinna mörgu atvinnuleysingja, er sultu heilu hungri á götum stórborgarinnar. A næturnar lágu sumir þessara auðnuleysingja hlið við hlið á beru gólfinu í bænahúsimi Bethes- da, þar sem hjálpræðisherinn skaut skjólshúsi yfir heimilislausa. Einn þjáningabróðir Nis Petersen hefur skrifað endurminningar sínar um kynni þeirra þennan vetur. Bókin nefnist Dage med Nis Petersen. Þar er brugðið upp sérstæðri mynd af skáldinu, rósemi hans og hljóðlát- um virðuleik mitt í örbirgð og vol- æði. Sjálfur minnist Nis Petersen jressa tímabils í kvæðinu De mœt- tes gud. í kvæðislok lýsir hann morgunsárinu í stórborginni, eins og jrað birtist atvinnuleysingjan- um, sem hvergi á höfði sínu að halla: I denne stund stod morgengráet op svagt lysende pft sundets spejl af is, der blygrát spejlede en blygrá himmel — tungsindigt lukket over K^benhavn. I gader som kanaler sultens trop slæbt ind fra landsens tusinder forlis med hjerter klædt i gráets blygrá skimmel og liumpende igennem K0bcnhavn. Eftir þenna harða vetur virðist Nis Petersen í bili glata trúnni á getu sína til Jress að sjá sér far- borða með ritstörfum. Hann flakk- ar um landið, vinnur erfiðisvinnu, þegar býðst, gerist síðar skógar- höggsmaður í Finnlandi, námu- verkamaður í Svíjrjóð, fiskimaður nyrzt á Noregsströndum, flakkar með rússneskum betlimunkum yfir Karelahérað og Rússland allt til Búlgaríu. Það mun þó framar ölhi hafa verið löngun hans til að kynn- ast heiminum og mannlífinu af eigin sjón og raun, sem knúði hann til slíkra lifnaðarhátta. Síðar stærði hann sig af því að vera kunnugn lífi og háttum betlara en nokkur annar landi hans. Árið 1926 er Nis Petersen aftur staddur á danskri grund. Hann sett- ist Jrá að í Viborg hjá systur sinni og mági. Þar hafðist hann við uffl þriggja ára skeið og hafði ofan ai fyrir sér með skósmíði á verkstæði mágs síns, og í bili virtist sem nokk- ur kyrrð hefði færzt yfir hann. Síð- ar greip hann útjrrá og eirðarleysi á ný. Hvað eftir annað lá leið hans til Spánar og írlands og enn víðat um álfuna. Kynnum sínum af Fær- eyjum — landi og þjóð — lýsir hann í stórbrotnu k\'æði, er hann valdt titilinn Feeringer — frœnder. Við- horf Nis Petersen til hinnar fer' eysku Jrjóðar og skilningur hans a Jojóðareinkennum Færeyinga var eitt af rnörgu, er veitti honum ser- stöðu meðal danskra skálda. Hii1 óvenju ríka mannþekking, sem el grunntónninn í beztu verkum N’1S Petersen, er óefað ávöxtur ferða- laga hans, Jressa flökkulífs, er svo mjög hneysklaði ýmsa af löndunt hans. Arið 1926 birtist fyrsta Ijóðabók Nis Petersen. Valdi hann henni tit- ilinn Nattens pibere. Nafn bókar- innar táknar leðurblökuna, en 1

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.