Eimreiðin - 01.05.1964, Qupperneq 59
EIMREIÐIN
147
tekur fram hinum eldri þýðingum
aí sálminum. Það leynir sér ekki,
að hér er komandi skáld að verki,
þó sjá megi, að honum eru enn
eigi vængir fullvaxnir. Áhugi hans
a meiri háttar ritstörfum hafði
ekki vakinn verið enn sem komið
Var.“ Hins vegar er sjálfsagt að
taka til greina það, er sannast
feynist um aldur þýðingarinnar,
e‘tda breytir það engu um gildi
liennar, og hitt jafn satt, að séra
Jóni áttu enn eftir að vaxa vængir
um andans flug og skáldskapar-
■snilld.
K.aflinn „Það heiðarlega og vel-
gáfaða skáld“ fjallar um störf séra
Jóns í þágu Hrappseyjarprent
smiðju, og þó einkum, eins og vera
óer, um þann merkisviðburð, er
þar var gefin út fyrsta ljóðabók
uans, þýðingar úr kvæðurn Christ.
Kr. Tullins, og nokkur frumkveð-
tn kvæði séra Jóns sjálfs. Eru þýð-
tngarnar hinar athyglisverðustu,
°g bera ágætt vitni skáldskapar-
gafu séra Jóns, bæði um andríki
°g málfar, eins og séra Sigurður
ieggur réttilega áherzlu á í umsögn
sinni um þær. Verður það þó sér-
staklega sagt um „Sæförina“, en
þýðing hennar kom í annarri (auk-
tnni og endurbættri) útgáfu bókar-
innar (1783), tæpum áratug eftir
að hún var fyrst prentuð, og
þess vegna auðsætt, að hún hefur
att vinsældum að fagna. í „Sæför-
lnni“, sem er mest þessara kvæða,
»náði líka þýðandinn sterkustum
strengjatökum“, segir séra Sigurð-
Ur> og er það laukrétt athugað. í
fyrrnefndri grein minni um skáld-
Jð fór ég um þá þýðingu hans þess-
um orðum: „Einkum er þýðingin
á „Sæförinni“, undir hrynhendum
hætti, með snilldarbragði; þar
dregur séra Jón víða arnsúg í
vængina og leikur sér að dýrum
bragarhættinum; hér eru „Mál-
kynngi og myndagnótt". Gott dæmi
þess er þetta erindi:
Stórmektugur í engli og ormi
einn þú vottast sami Drottinn!
allt eins gildir veraldar-veldi
og vetrarlauf í þínum metum;
ólgu stillir stoltrar bylgju,
stormur hvín að boði þínu;
geislar þínir gylla krónu,
Fyrirsögn næsta og 8. kafla rits-
ins, „Leikhnöttur lukkunnar", liitt-
ir ágætlega í mark, en það eru
upphafsorð hinnar kunnu og
áhrifamiklu grafskriftar, er skáldið
orti um sjálfan sig síðustu nóttina,
sem hann dvaldi í Galtardal. En
um þá örlagaríku atburði, hjúskap
hans og skilnað þeirra hjónanna,
og aðrar orsakir, sem leiddu til
brottfarar hans norður að Bægisá,
fjallar höf. í þessum kafla af víð-
tækri þekkingu og glöggskyggni.
Verður það eigi síður sagt um
þrjá næstu kafla ævisögunnar
(„Bægisá“, „Að búi og brauði",
og ,Grannar og góðvinir“, bls. 92—
141). Þar er mjög ítarlega og skil-
merkilega lýst Bægisá, rakin saga
staðarins, getið ýmissa Bægisár-
klerka, sagt frá starfsárum séra
Jóns þar, nágrönnum hans og vin-
um, en hann naut þar mikilla vin-
sælda. Er í þessum köflum geysi-
mikinn fróðleik að finna um það
langa og merka tímabil í ævi séra
Jóns, er hér um ræðir.