Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 66

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 66
Oddný Guðmundsdóttir: STÖKUR Guðinn Hermes Háttvirtur guðinn, höggvinn í marmarastein, var hylltur meðal þjófa og verzlunarmanna. Tvishipt var stéttin, þó var liún allt um það ein, álitu Grikkir, þeir frumherjar visindanna. Pétur Gautur Hann var sá herjans þrjótur, sem hverjum manni brást. Hún beið hans alla œvi, auðmjúk og fús að þjást. — Karlmannsins kyndugi draumur um konuást. Að loknum lestri Um syndir og volceði sitt sveittir þeir skrifa. Kveddu í kálfshjarta þitt ltjark til að lifa. Vinsælt yrkisefni Hún tekur af sér skóna og krækir frá sér kjólinn. klæðir sig úr peysu og leggur hana á stólinn. Harpa min er brotin og Ijóð min vegalaus. Hún lætur aftur augun og breiðir yfir haus. bókafélagsins, er ævisagan jafn- Iramt sérstaklega vönduð um ytri búning, prýdd fjölda mynda, sem auka gagnsemd hennar. Meðal þeirra er ágæt heilsíðumynd af liin- um virðulega legsteini, sem niðjar séra Jóns undir forustu dr. Jóns Þorkelssonar reistu á leiði þjóð- skáldsins fyrir fjórum áratugunt- Á hann sannarlega heima fyrir kirkjudyrum á Bægisá. Hitt er jafn satt, að bókmennta- leg afrek séra Jóns Þorlákssonar rísa hærra og vara lengur en nokk- urt minnismerki, hvort heldur er úr málmi eða marmara.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.