Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 67

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 67
Hugleiðing um sál leikhússins Eftii Kjeld Abell Það er hverjum manni hollt að gæta ýtrustu varúðar, ef liann seg- ir eitthvað, einkum á prenti. Mað- ur getur auðveldlega átt á hættu að stinga sig á illkvittnum títuprjóni. Sjálfur hef ég stungið mig á þess- ari spurningu: Hvað er sál leikhúss- ins? Spuming, sem ég hef stundum reynt að svara, sjálfum mér til gam- ans fremur en fyrir aðra. Hugtakið sál er orð, sem krefst rnikillar varkárni. Svo óáþreifan- legan hlut er ekki hægt að stað- setja. Að vera, kemst næst réttri lýsingu. Sálin er. Það er að segja ef maður trúir á hugtakið sál. En nm það ætla ég ekki að ræða. Ég hélt mig og mun halda mig við leikhúsið. Ekki leikhúsið í heild sem byggingu, heldur sjálft leik- sviðið. Leyfið mér að vitna í þær setningar, sem urðu tilefni spurn- ingarinnar. Þær hljóða svo: „Hafið þið aldrei getað bent á eitthvað ósýnilegt? Haft á tilfinningunni, að þið gætuð það? Ég verð að viður- kenna Jtað, að stundum þegar ég er í leikhúsi finnst mér ég bókstaflega sjá í sjónhending, örsnögg geisla- blik milli leikaranna á sviðinu og áhorfendanna í salnum. Sjá hvar þessi geislabrot mætast á alveg ákveðnum stað. Einmitt Jtarna. Gerið ykkur í hugarlund, að við sitjum í Konunglega leikhúsinu. skammt frá sviðinu, til hliðar við hljómsveitargryfjuna. I svipaðri hæð og fyrstu svalir, aðeins ofar eða neðar, það skiptir ekki máli. Ég sé að ykkur finnst þetta fjar- stæðukennt, vitlaust. Þið megið hrista höfuðin, ég læt J)að ekki

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.