Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 72

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 72
sem hi'in vill. Atómvísindamenn og stjórnmálagarpar hugsa um hana fyrir okkur. Þá sál, sem e£ til vill verður að engu gerð, slökkt í einni andrá. Þá sál forðumst við að tala um. Tölurn heldur um sólskinið. Tölum ekkert. Helzt skulum við reyna að gleyma. En leikhúsið vill ekki leyfa okk- ur að gleyma. Komi sá dagur að leikhúsið hætti að hrópa til okk- ar: Þú ert, verður ekkert til leng- ur, livorki leikhús né við sjálf. Því leikhúsið er allt I senn, skemmtun, tilbreyting, flótti, það er bókmenntir, lífsvenjur, sönnun vaxandi menningar. Leikhúsið er líka ótalmargt fleira. En — væri leikhúsið ekki einnig eldingavari, sem í stað þess að leiða eldingarn- ar frá, reynir að höndla þær, gæt- um við eins vel tekið leiktjöldin, búningana og allt hvað tilheyrir leikhúsi, og fleygt út í geymslu- skúr, eins og leikfangi, sem börn- in eru orðin leið á. Leikhúsið er ekki leikfang handa þreyttum börnum. Ekki heldur dægrastytting full- orðnum, sem halda að þeir hafi engu við þroska sinn að bæta. Leikhúsið er handa fólki, sem getur sagt: „Ég er“. Ég finn að ég lifi og er. Unnur Eiriksdóttir íslenzkaði. Rímleikur (FIKT VIÐ FORNHÁTT) Morgunleik margan mjúkum blökum hófar fyrr hófu, hörð kvað jörð við. Gjöfult þá gafst grund um stundu ofleeti Ufsa, Iðils grip þýð. Kveðið var kveeði. Kceti i seeti brag — marga bragi — bjó til og hló. Flugu um flöt fljótattdi skjótleg óðskref Æðings Undur var stund. Sigurður Jónsson frá Brún.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.