Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 73

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 73
Fyrir liandan furðugættir, III: Dæmi þess fá munu slík Sigurður Helgason rithöfundur tók saman og bjó til prentunar. Árið 1884, miðvikud. 27. ágúst, var aukaréttur Suður-Múlasýslu settur á Skorrastað (Norðf.) og haldinn af sýslumanni Suður-Múla- sýslu- í viðurvist undirskrifaðra votta. Var þá tekið fyrir málið: Alexander Jónsson á Krossi gegn Jónasi Þorsteinssyni á Rjúk- indum út af ærumeiðingu meintri. Fram er lagt: 1. Kæra til sáttanefndarinnar með áritun um, að málinu sé vís- að til landslaga og réttar. 2. Stefna, dags. 15. ágúst þ. á., með árituðu birtingarvottorði stefnuvottanna. Kærandi gat ekki upplýst annað en að einn dag kom kærði með t-vo menn að lieyi, sem kærandi átti og stóð úti, en var tyrft. Kærði og mennirnir tóku tuggur úr því, stungu þeim inn aftur og lýstu yfir, að þeint þætti þetta liey líkt lieyi, sem kærði hafði misst. Að óðru leyti getur kærandi ekki sannað upp á kærða nein orð um það eða athæfi, er sýni, að hann drótti að honum stuldi á heyinu. Kærði (Jónas Þorsteinsson) skýrir þannig frá málavöxtum: Einn dag um haustið 1882 hirti hann nokkra bagga (4) af töðu, græna og þurra, og lét í hrúgu ofan á eldra stál, en um miðjan dag daginn eftir sá hann, að mest af þessu heyi var liorfið úr hlöðunni og leiddi tvær konur, Halldóru Eyjólfsdóttur, nú á Reykjum (í Mjóaf.), og Veróniku, enn á Krossi, sem vitni að dreifunum (sem eftir voru í hlöðunni). Hann gat ekki rennt grun í, hvernig á þessu hvarfi stæði. Nokkrum dögum seinna varð honum reikað fram hjá heyi Alexanders og sá þá ofan á því undir torfinu nokkuð af nýju heyi, grænu. Gekk hann þá að því og skoðaði það og fannst það líkt sínu lieyi, sem horfið hafði, fór svo til Gísla Eyjólfssonar, sem n

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.