Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Page 74

Eimreiðin - 01.05.1964, Page 74
1(52 EIMREIÐIN þá bjó á Krossi, og fékk hann og Gunnar Guðmundsson á Krossi til að ganga að heyinu með sér. Vinnukona Alexanders, Margret Stefánsdóttir, nú á Rima, var þar viðstödd, en Alexander uppi 1 fjalli. Tóku þeir úr því tuggur, sent þeir stungu inn í það aftur, og sagði Gísli, að þetta Itey væri ólíkt hinu heyinu Alexanders og líkast að verkun heyi Jónasar. Nokkrum dögum síðar spurði Jónas Gísla, hvoyt hann ekki af grastegundunum hefði þekkt, að þetta umtalaða hey hefði verið af túnparti Jónasar og hefði Gísli þá svar- að, að hann gæfi ekki hreint út á það að svo stöddu. Gunnar sagði, að þetta hey hefði ekki verið hirt á „útparti' i sumar (þ. e. þeim hluta túnsins, sem þeir höfðu til afnota hann og Alexander). En seinna breytti reyndar Gunnar þessu vottorði sínu þannig, að það hefðu verið fáeinir baggar, sem Alexander hefði hirt út af fyrir sig, sem liann hefði því ekki séð og gæti því ekki fortekið fyrir það, að það hefði verið heyið úr þeim, sem lá ofan á hinu öðru heyi Alexanders. Gunnar heldur, að þetta liey hafi verið um li/2 til 2 hestar, eða minna en það, sem Jónas missti, enda hefux Alexander borið, að þennan sama dag, sem Jónas hirti sína kimbla, hefði hann líka hirt nokkra kimbla af saman skefjum. Jónas ber enn fremur, að sama kvöldið, sem haixn hirti þessa sína bagga, liafi bann séð þetta umtalaða hey Alexanders standa ótyrft seint um kvöldið, en um morguninn eftir var búið að tyrfa það- En í þessari millitíð lieldur hann, að hann hafi misst sitt hey. " Alexander segist hafa tyrft sitt hey seint um kvöldið. Jónas Þorsteinsson getur þess, að hann hafi heyrt Gísla Eyjólfs- son segja, að hann — þegar Alexander flutti frá Krossi að Stuðlum — hafi tekið af Alexander hlut (hann veit ekki hvern), sem hanii (Gísli) átti. Ennfremur hefur hann heyrt haft eftir Birni Þorleifs- syni á Stuðlum, að hann (Björn) hafi tekið af Alexander borðstúfa eða spýtur úr strandskipi, sem hann (Björn) hefði átt. Sumt af þessu segist Jónas hafa heyrt áður en hann missti lieyið. Hafi grunsemi sín því fremur vaknað, þegar hann sá þannig lagað heyið í heyi Alexanders. Kærandi (Alexander) leggur málið í dóm og heimtar, að Jónas beri málskostnað allan, samt að orðrómurinn um þjófnað hans ;l heyinu verði dæmdur dauður og marklaus og sér dæmdar 25 kr. sem skaðabætur fyrir mannorðshnekki af Jónasi. Kæiandi (Jónas) heimtar sig frífundinn að öllu leyti og sér tiÞ

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.