Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Page 75

Eimreiðin - 01.05.1964, Page 75
EIMREIÐIN 163 dæmd daglaun fyrir mót í Seyðisfirði fyrir sáttanefnd og aftur nú Hér í dag, þar hann getur ekki fundið, að hann hafi sjálfur gjört neitt rangt. Leggur svo málið í dóm. Alexander tilkynnt, að þetta réttarhald gefi ástæðu til opin- berrar rannsóknar um kringumstæður að þessu heyhvarfi. — Rétti slitið. Jón Johnsen sýslumaður. Alexander Jónsson. Guðni Jónsson. Jónas Þorsteinsson. G. Jóhann Skúlason. (Sanikv. þingbók SuSur-Múlasýslu 1881—87, bls. 210). Athugasemd. 1882 (fardagaárið 1882—83), þegar þessi atburður gerðist, sem aðallega er fjallað um í framanrituðum þingbókarkafla, voru 5 bú- endur á þessum bæ, Krossi í Mjóafirði. Þeir voru þessir: 1. Guðrún Jónsdóttir var ekkja, sem hafði lengi búið á þriðjungi jarðarinnar (frá 1868), lengst af með manni sínum, sem var dáinn fyrir fáeinum árum, en síðan hafi fóstursonur þeirra, Sigurður Þor- steinsson verið ráðsmaður eða fyrirvinna hennar, og hann tók við af henni og kvæntist næsta vor. Hvorugt þeirra er getið um í sam- bandi við þessi málaferli. 2. Gunnar Guðmundsson, ungur bóndi og nýlega kvæntur, son- ur Guðrúnar. Verónika Eiríksdóttir, sem nefnd er hér að framan, var kona h^ns. 3. Alexander Jónsson, tengdasonur Guðrúnar og þá h'ka mágur Gunnars og í einhvers konar félagsbúi með honum. Hans 2. bú- skaparár á þessum bæ, en hafði áður búið eitt ár á Stuðlum í Norð- firði og lengi þar áður verið vinnumaður hjá tengdaforeldrum sínum. 4. Gísli Eyjólfsson og k. h. Halldóra Eyjólfsdóttir. Hann fluttist ungur að Krossi með móður sinni og stjúpföður, hafði lengi búið þar en ekki samfellt. Sigurður Þorsteinsson (sjá 1.) varð tengda- sonur þeirra Gísla og Halldóru. 5. Jónas Þorsteinsson. Þetta var 2. ár hans í bændatölu og það síðasta, en kona hans, Sigríður Magnúsdóttir, hafði búið lengi þarna á Y$ jarðarinnar með manni sínum og síðan ekkja, áður en hún giftist Jónasi. Jónas Þorsteinsson var fæddur 4. apríl 1853 í Skuggahlíð í Norð-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.