Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Page 78

Eimreiðin - 01.05.1964, Page 78
Hreiðurtíð Eftir Þórodd Guðmundsson Sem andir skyldu hreiðra sig í Eyju og Tengum, nú yfir mig kemur hin sára þrá og seiðir mig þangað, er saman við gengum, er saman við gengum þar norður frá. En segðu það engum, ó, segðu það engum, mín kveljandi þrá. Hvort manstu, er sólin þig vermdi á vöngum þau vordægrin blá og glitaði allt með gullnum spöngum, jafnt gróðurlendið sem fjöllin há? Þá gladdist hver fugl og var enginn í öngum, en allir fóstruðu vorsins þrá. Nú er duggöndin og hávellan horfin úr Tengum og hætt að verpa krían flesjunum á. Hvað veldur því, að allt, sem við fegurst fengurn og fagnaðarríkast að heyra og sjá, er flúið, gleymt og unnað af engum og æskuhugans landvættir fallnar í dá? Nú er hreiðurtíðin úti í Eyju og Tengurn, en enn þá varir mín sára þrá.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.