Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Page 85

Eimreiðin - 01.05.1964, Page 85
• |A iii InJ H u.ii v . X ^^Ljlul l Iiiu^^ÉlI Mi lil 1 » m áTlfcmlÍlM i li" **! ' . • -j ,M |.,ð 1. II., • • 1 .. \l,i Indriði G. Þorsteinsson: LAND OG SYNIR. Útg. Iðunn 1963. I’essi skáldsaga Indriða Þosteinsson- ar liefur ekki vakið aðra eins athygli og J9 <>í stöðinni, og þó er hún heilsteypt- ara skáldverk, stíllinn lieilli, rnálið lireinna og tærara og öll mótun efnis- 'ns hnitmiðaðri. Höfundurinn liefur °g náð því marki, sem hann hefur sett sér: að þjappa saman í sent allra stytzt ntál harmsögu tveggja tímamóta kyn- slóða og tveggja menningartímabila á íslandi. Hann tekur ekki upp þráðinn, þar sent skáldsögunni 19 af stöðinni lýkur, heldur segir forsögu hennar. Og það varðar engu máli, þó að aðalpersónan heiti allt annað en sá ungi maður, sem v»ð sáum farast í hílslysi norður í ^atnsskarði, þar sem „vötn öll falla Skagafjarðar. Þetta er samt sem aður saga mótunar hans og erfða frá Wí áður en við kynntumst lionum seni leigubílstjóra í Reykjavík her- námsáranna. Við kynnumst þarna næstu kynslóð a undan, hinum svokölluðu aldamóta- 'nönnum, sent kallaðir voru vormenn Islands, vildu vera það og trúðu að þeir væru það, kynslóðinni sem söng l|m að hennar hiðu „eyðiflákar, heiða- l<>nd“, heyrðu kallið: „kontið grænum skógi að skríða skriður berar sendna strönd", vildu hlýða þvi — og trúðu, að þeir gætu að leiðarlokum tekið undir og sungið: „menningin vex í lundum nýrra skóga." En yfir þessa kynslóð, sem kalla mætti kynslóð hinna andlegu ntóðu- harðinda, var felld hlóðmóða heirns- styrjaldarinnar, fyrri og síðari, liafís- mistur kreppuáranna. Henni veittist sannarlega örðugt að varðveita rætur hugsjónanna, sem hún hafði sungið um í æsku — og að vonum enn verra að innræta það sonum sínum og dætr- um, að þær rætur lifðu og væru vextar- vænlegar, þegar móðunni létti . .. . En hin unga kynslóð er samt sent áður í ærið viðkvæmum tengslum við átt- hagana, við víðáttu lieiðalandanna, við túnið, engið og ána — og við dýrin, kindurnar, hestana — og við unga stúlku, sem hefði átt að verða húsfreyja á býli, sem hefði staðið í skjóli nýrra skógarlunda ... Þess vegna verður ekki betur lýst neyð og umkomuleysi hins unga manns, sem hefur rifið sig upp úr hinu gamla umhverfi vonleysisins, heldur en Indriði gerir, þá er hann skilst við piltinn, aðalpersónu þessar- ar sögu, j)ar sem hann stendur og bíður hins vélknúna, daunilla farar- tækis, sem á að flytja hann suður yfir fjöllin. Allt umhverfið er hulið kaldri,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.