Eimreiðin - 01.05.1964, Blaðsíða 86
174
EIMREIÐIN
hvítri mjöll, öll útsýn helhvítri muggu
komandi vetrar... Þannig að heim-
an búin mætti hin unga kynslóð
kreppuáranna, afsprengi „aldamóta-
mannanna", óskapnaði liernámsár-
anna í höfuðstað íslands, þannig að
heiman búin sá hún liinn langþráða
röðul frelsisins birtast þjóð sinni!
Við þekkjum, hvernig honum farn-
aðist, piltinum í 79 af stöðinni. Það
var síður en svo órökrænt hjá höf-
undi sögunnar, þegar hann lét ltann
farast á leiðinni heint. En hvert verð-
ur svo fararsnið hinnar nœstu kyn-
slóðar?
Tngúlfur Kristjánsson: NÝVÖKNUÐ
AUGU. Sögur. Reykjavík 1963.
í þessari bók eru tíu smásögur,
flestar stuttar. Þær eru mislitar að
efni og misjafnar að gerð, en allar eru
þær vel skrifaðar, málið laust við
hnökra og stíllinn eðlilegur, höfund-
urinn fellur hvergi fyrir þeirri freist-
ingu, að gera mál sitt eða stíl ankanna-
legt eða lineykslanlegt í þeim tilgangi
að vekja á sér athygli — eða jafnvel
blekkja grunnfærna menn til að líta
á sig sem róttækan, djarfan og sérlega
frumlegan.
Ein sagan er bernskuminning, tvær
hálftáknrænar rnyndir, og tvær gerast
erlendis. Þær eru allar vel og liaglega
gerðar nema ein. Hún heitir Sumar i
Hnjukadal, en þar hefur höfundurinn
auðsjáanlega flaskað á því að taka fyr-
ir of viðamikið efni til þess að því
verði gerð skil í stuttri sögu, minnsta
kosti með þeint tökum, sem hann tek-
ur það. Einna föstust hefur ntér orðið
í rninni hin gráglettna og sérlega
raunhæfa mynd þokkahjúanna í Þeyr-
inn nálgast. Þar hefur höfundi tekizt
að segja langa og örlögríka sögu í
mjög samanþjöpptiðu formi. Af liinum
sögunum þykja mér tvær bezt gerðar,
Kaldlynda nunnan og Sjálfskaparviti■
Niðurlagssetningarnar í þeirri fyrrl
varpa ærið skýru og harmrænu Ijósi yí*
ir konuna, sem þar er frá sagt, eðh
hennar og sköp — og hliðstæðan, sem
fram kemur í endi ltinnar segir okk-
ur talsvert mikið. Sögurnar, sem gerast
erlendis, Samastúlkan í skóginum °S
Konan i kránni eru skýrar og stemn-
ingsrikar myndir, og Þjónn stálsins —
og þó einkurn Meðan karlinn sefur,
sem vitna um skemmtilega hugkvæmm
og benda til [tess, að á hinni hálu
braut þess forms, sem þar er notað,
geti höfundurinn fetað lengri leið en
liann hefur farið að þessu sinni. Verð-
launasagan, sem er í þessari bók, et
læsileg og allvel skrifuð — en til þess
að þeir atburðir og þau örlög, sem þal
er.um fjallað, nytu sín til fulls, þyrhi
dýpri bakgrunn þess óhugnanlega tíma
og aldarfar, sem var uppspretta þeirra-
Hún lætur ekki rnikið yfir sér, þessl
bók, en það er meira í henni af hrein-
um málmi heldur en í velflestu þvl’
sem sýnist stærra í sniðurn og borið
fram af státni og stoltaralegutn ri*'
burðum.
Guðm. Gislason Hagalin■
Ragnheiður Jónsdóltir: MÍN LILJAN
FRÍÐ. Skáldsaga. Helgafell 1961.
Rúm tvö ár eru liðin, síðan skáld'
sagan Min liljan fríð kom á bókamaik-
að. Mér hefur fundizt einkennileg3
liljótt um þessa skáldsögu. Frú Rag11'
lieiður hefur skrifað margar sögur og
sjónleiki fyrir börn og fullorðna á síð-
asta aldarfjórðungnunt, en að mínum
dómi hefur skládsagan Mín liljan hí
skilað henni sjálfri mestum afrakstr1
erfiðis síns og islenzkum bókmenntum
bezta verkinu frá hennar hendi.
Frú Ragnheiður hefur áður gh'mt
við svipað söguefni í bókum sínum °8
hún tekst á við í þessari skáldsögm