Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 87

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 87
EIMREIÐIN 175 sérstaklega í unglingabókunum, og víða hefur hún gert því góð skil, en liér heppnast henni að slá vefinn á svo þroskaðan skáldsagnahátt, að sam- sláttur uppistöðu og ívafs skilar les- •‘ndanuni eftirminnilega listrænu verki. Persónur og umhverfi vefast og lyftast, og þótt hvort tveggja sé kunn- llglegt iesandanum, blandast santan f.jarræn dul og miskunnarlaus, næstum narkaleg nálægð, sent er skáldsögunn- at' einnar. Hér er sú upphafning á veruleikanum, sem skáldsagan krefst, ef vel er að verki staðið. Stíllinn er einnig gjöfulli en í öðrum bókum höf- nndar. Söguefnið er í sjálfu sér ekki ýkja ■týstárlegt, og vel má vera, að nútím- lnn skelli skolleyrum við svona skáld- s°gu. Hörð kjör og „lemstraðar lista- tnannagáfur", sífelldir árekstrar milli ftins ljósa og lilýja draums og dimmrar kaldranalegrar vöku virðast liggja all- fjarri hugsunarhætti hraðtímafólks og kynslóðar brotsagna og hrópþátta. Les- andinn jjarf að „lifa“ svona sögu til a® njóta hennar til fulls. Til þess þarf •neiri tíma en fólk vill leyfa sér þessa stundina. Þótt aðalpersóna sögunnar, bæklaða tlt'aumóratelpan Lilja, umkomulaus í veikleika sínum, en þó sterk í list Slnni og þrá, sé eftirminnileg persóna, °S vel megi hún teljast táknræn, verð- Ur þó móðirin, hörð, köld og ókúguð í eymdi sinni sú persóna, sem færir höfundi mestan sigur. Þetta er islenzk alþýðukona, eins og hún gerist stærst og sterkust, en liún er alþjóðleg um leið, og þó fyrst og fremst sönn skáld- sagnapersóna. Lesandinn finnur ekki stórkostlega atburði í þessari sögu, ekki episka átakaþætti, en því meira af baráttu hins daglega lífs, stríð við líf og dauða í venjulegu þorpi, á venjulegri striind. En í höndum höfundar stækka þessi átök, þorpið og ströndin lyftast, svo að í öllu speglast lífsdramað sjálft, nakið og hrjúlt, kalt og nöturlegt. Yf- ir þessum kaldranaleik svífur andi draums, ástar og listar, og þótt liann lúti í lægra lialdi í bókinni, bendir hann þó leiðina, og engum blandast hugur um, að liöfundur telur hann gefa lífinu gildi. Min liljan fríð lifir og deyr draumnum og auðgar lífið með því lífi og þeim dauða. Ég hef aðeins rætt hér um heildar- áhrif þessarar skáldsögu. Mér er ljóst, að sum atriði hennar orka tvímælis og ýmislegt mætti að henni finna, bæði í byggingu og framsetningu, en allt um það tel ég hana svo merka um margt, að ég hef kosið að rjúfa um hana óverðskuldaða þögn. Ef það mætti verða til þess að fleiri kynntu sér hana og læsu, er það vel farið. Stefán Júlitisson. c~E>ókalrec)nir Raddir herma, að bókaútgafa í haust mtini verða heldur minni en úndanfarin ár. Slíkt hefur raunar °ft áður verið sagt á miðju sumri, en uppskeran síðan orðið alldrjúg, þegar liðið hefur að jólum. Eimreiðin heftir fregnað unt nokkur íslenzk verk, sem eru á döfinni og áformað er að komi út á þessu ári, og skulu hér aðeins fá- ein talin. Hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs má nefna bók um Steingrim Thor- steinsson skáld, eftir Hannes Pét-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.