Eimreiðin - 01.05.1964, Síða 88
176
EIMREIÐIN
ursson, og stórl rit nm Gest Páls-
son eftir Svein Skorro Hösltuldsson
lektor í Uppsölum, en bók þessi
mun að meginstofni til byggð á
magistersritgerð hans. Þá er og
væntanleg hjá Menningarsjóði ný
ljóðabók eftir Gunnar Dal, er nefn-
ist Raddir morgunsins.
ísafold gefur út mörg íslenzk
skáldverk í haust. Má þar nefna
nýja skáldsögu, Drengur á fjalli,
eftir Guðmund Daníelsson, og Ilm-
ur daganna, kemur út í ritsafni
hans. Þá er í undirbúningi Ritsafn
Þúris Bergssonar, í þrem bindum,
og sér Guðm. G. Hagalín um út-
gáfuna, og skrifar ritgerð um liöf-
undinn. Stór skáldsaga kemur tit
eftir Guðrúnu Jónsdóttur í Borgar-
nesi, er heitir Taminn til kosta;
skáldsagan Myllusteinninn eftir
Jakob Jónasson, Signý, eftir Þor-
björgu Árnadóttur, ný unglinga-
bók, Katla og Svala, eftir Ragn-
heiði Jónsdóttur og bókin Ævin-
týraleiðir, eftir Kára Tryggvason.
Ýmsar fleiri bækur eftir íslenzka
liöfunda eru væntanlegar lijá ísa-
fold, svo og þýdd verk, en meðal
þeirra má nefna Sól dauðans, eftir
kunnan griskan höfund, er Sigurð-
jir A. Magnússon þýðir.
Hjá Helgafelli er á döfinni bók
með nýjum kvæðum eftir Davið
Stefánsson, heildarútgáfa af verk-
um Steins Steinars, bók eftir Einar
ÓI. Sveinsson prófessor, og ef lil
vill ný bók eftir Halldór Lax-
ness; þá kemur út ný útgáfa af
fyrstu bók hans, Barn núttúrunn-
ar og endurútgáfa á bókinni Reisu-
bókarkorn.
Mál og menning gefur út nýja
útgáfu af Ofvitanum eftir Þórberg
Þórðarson, og hjá Heimskringlu
kemur meðal annars ný ljóðabók
eftir Jóhannes úr Kötlum, ljóðabók
eftir Þorstein frá Hamri, smásagna-
safn eftir Jakobinu Sigurðardóttur,
og þriðja útgáfa á kvæðum Jóns
Helgasonar, Úr landsuðri.
Bókfellsútgáfan mun gefa út nýtt
bindi af Merkir íslendingar, nýja
ferðabók eftir Birgi Kjaran og
skáldsöguna Ármann og Vildís eft-
ir Kristmann Guðmundsson, en su
bók hefur ekki áður komið út á is-
lenzku.
Almenna bókafélagið mun með-
al annars gefa út í haust nýja skáld-
sögu eftir Jón Björnsson, og Set-
berg mun gefa út ævisögu John F-
Kennedys, eftir Thorolf Smith, og
mun hún í svipuðu sniði og aevi-
saga Lincolns forseta, sem kom ut
hjá sama forlagi eftir sama höfund
árið 1959.
Hjá Leiftri kemur út bókin
Maddaman með kýrhausinn — uvj'
ar skýringar á Völuspá, eftir Helga
Hálfdanarson; ný skáldsaga eftn
Guðrúnu frá Lundi og fyrra bind-
ið af íslenzkir samtimamenn, °S
nær yfir A-J, en verk þetta gefa
Leiftur og Oliver Steinn út í félag1,
og mun síðara bindið væntanlegt
á næsta ári. Bókaútgáfa Olivets
Steins í Hafnarfirði mun meðal
annars gefa út nýja bók eftir Guð-
mund Gislason ILagalin, skáldsögu
eftir Elinborgu Lárusdóttur og bók
eftir Ævar Kvaran.
Kvöldvökuútgáfan mun meðal
annars gefa út þriðja bindi í bóka-
flokknum „Þvi gleymi ég aldrei ■
I. K.