Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Page 8

Eimreiðin - 01.01.1975, Page 8
EIMREIÐIN ÞRAINN EGGERTSSON Ójöfnuður o g jafnaðarstefna I. INNGANGUR. Tilgangur þessarar greinar er að skýra frá fáeinuni hugmynd- um, kenningum og rannsóknum hagfræðinga og ýmissa félags- vísindamanna, sem nýlega hafa verið til umræðu og skipta framkvæmd jafnaðarstefnu í blönduðu Iiagkerfi nokkru ináli. Vísindamenn, sem við rannsóknir á þjóðfélaginu fást, hafa velt ójöfnuði og jafnaðarstefnu mikið fyrir sér. Félagsfræð- ingum verður tíðrætt um starfsgrein og stétt, en liagfræðingum um velferð. í klassískri hagfræði eru tveir þættir taldir ráða mestu um velferð, en þeir eru neysla og frístundir. Við þá er unnt að bæta mörgum öðrum, sem vafalaust skipta velferð miklu, og má þar nefna heilsufar, aðbúnað á vinnustað, um- hverfismál, félagslegt öryggi, persónufrelsi og stjórnmálaáhrif. Enn hefur ekki tekist að mæla velferð milliliðalaust, enda stendur svokölluð velferðarhagfi-æði völtum vísindafótum1. Og hvernig sem því er háttað, hafa hagfræðingar lítið fengist við að mæla sjálfa frumþættina í velferðarjöfnunni, svo sem neyslu og heilbrigði, en liafa í rannsóknum sinum á jöfnuði einkum fengist við atliuganir á dreifingu tekna og eigna. Tengsl tekna og velferðar eru margslungnari en ætla mætti,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.