Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.01.1975, Blaðsíða 10
EIMREIÐIN sem ætlast er til. Mikil hækkun á kaupi láglaunamanna um- fram jafnvægislaun á markaði getur leitt til aukins atvinnu- leysis meðal þeirra. Vænlegra væri þá til árangurs, að ríkið greiddi þann hluta af kaupi, sem er umfram markaðslaun eða þjálfaði fólk til starfa í betur launuðum starfsgreinum. Tilraunir til að minnka launabilið milli starfsstétta hafa geng- ið frámunalega illa hér á landi sem annars staðar, enda halda menn fast í hlutfallsstöðu sina í launastiganum. Svonefnt launaskrið, þ. e. greiðslur umfram samninga, leiðir einnig i Ijós, að breytni atvinnurekenda mótast a. m. k. að einhverju leyti af framboði og eftirspurn. Hörkulegt stjórnarfar þyrfti því til að bjóða bæði launþegum og atvinnurekendum byrginn og halda launahlutföllum rikisvaldsins til streitu. Önnur tegund raka gegn lögboðnum launahlutföllum er reist á þvi, að launamismunur (að vissu marki) gegnir mikilvægu hlutverki i rekstri markaðskerfa, en breytingar á launahlut- föllum stjórna flæði vinnuafls milli starfsgrcina og atvinnu- vega. (Sbr.: „Með þessum kjörum er ógerningur að manna báta- flotann"). Jafnvel i miðstjórnarkerfum, svo sem í Ráðstjórnar- rikjunum, er launaójöfnuður svipaður og á Vesturlöndum og gegnir áþekku hlutverki4. Þarlend stjórnvöld telja ógerlegt að teyma sérhvern launþega á bás með boðunarbréfi, þótt reynt sé að miðstýra fjárfestingu og framleiðslu í stórum dráttum. í stað þess að hafa bein afskipti af launamálum geta stjórn- völd haft áhrif á vinnuframboð og breytt þannig eftir króka- leiðum kjörum ýmissa þjóðfélagshópa og starfsgreina. Miklar vonir hafa verið bundnar við fjárfestingu i mannauði, þ. e. fjárhagsaðstoð við fólk, svo að það geti bætt heilsu sína, starfs- þekkingu og menntun. Fátækur unglingur, sem styrktur er til háskólanáms, kemst að öllum likindum i betur launaða stöðu en að öðrum kosti. Kjör handverksmanna, svo sem söðlasmiða og vagnsmiða, sem ekki hafa lengur kaupendur að framleiðslu sinni, má bæta með því að kenna þeim nýja iðn. í ýmsum starfs- greinum takmarka þeir, sem i henni eru, aðgang og einoka greinina til að auka ábata sinn, en yfirvöld geta gefið aðgang frjálsan og lækkað með því tekjur þessara aðila. Loks geta stjórnvöld aðstoðað fólk við að flytjast milli landshluta, frá lágtekjusvæðum til hátekjusvæða. Yfirleitt geta opinberir að- ilar haft mikil áhrif til jöfnunar með því að miðla upplýsing- um um störf og kjör til vinnandi fólks, einkum til láglauna- fólks, sem oft hefur mjög bágborna vitneskju um valkostina á vinnumarkaði, að þvi er iitlendar rannsóknir sýna5. Önnur meginleið, sem yfirvöldum stendnr opin til að jafna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.