Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.01.1975, Blaðsíða 14
EIMREIÐIN um ríkisins, eru i öðrum O.E.C.D.-löndum yfirleitt stiglækk- andi eða hlutlausir og hafa því annaðhvort engin áhrif á dreif- ingu frumtekna eða gera hana ójafnari. Ekkert er unnt að segja um heildaráhrif íslenzka skattkerfis- ins á tekjudreifingu, þar sem þau hafa ekki verið könnuð, en í öðrum löndum hafa þessi mál verið rannsökuð og stundum verið komist að óvæntum niðurstöðum. Sérfræðingar O.E.C.D. telja sig t. d. hafa komist að því, að skattar í Bretlandi, Banda- ríkjunum, Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi liafi annaðhvort engin áhrif á tekjudreifinguna eða geri hana ójafnari10. Jos- eph A. Pechman og Benjamin A. Okner, sem hafa nýlokið vand- aðri rannsókn á bandariska skattkerfinu, telja, að þar leggist opinber gjöld með hlutfallslega sama þunga (um 22%) á 90% allra tekna. Hins vegar beri þeir allra tekjulægstu léttari byrði og þeir tekjuhæstu þyngri11. Víðast hvar á Norðurlöndum mun skattbyrði vera stighækkandi, svo sem í Svíþjóð, en þar stig- hækkar tekjuskattur einstaklinga mjög ört og vegur á móti óbeinum sköttum, sem stiglækka, er tekjur hækka. Skattbyrði um 80% framteljenda er þó mjög áþekk, að því er sænskur hagfræðingur telur frá 46% til 54%, en þeir tekjuhæstu bera enn þyngri skatta12. Útgjöld ríkisins eru margvísleg og oft nær ógerlegt að mæla, hvaða hópum öðrum fremur þau koma til góða. Á það við t. d. um útgjöld vegna dómsmála, landhelgisgæslu og um styrki til atvinnuveganna. Áhrif annarra útgjaldaliða, svo sem tilfærslna almannatryggingakerfisins og tekjutilfærslna almennt, er liins vegar unnt að mæla með góðu móti og hafa þær yfirleitt auk- ið jöfnuð. Það er þó ekki einhlitt, því að slikar tilfærslur eru oft ekki í neinum tengslum við tekjur viðtakanda, svo sem fjöl- skyldubætur, sem áður voru nefndar. Um jöfnunaráhrif til- færslna í fríðu, — svo sem heilbrigðisþjónustu, kennslu, vist- ar á barnaheimilum eða ókeypis húsnæðis, — er lítið vitað, en þau eru samt talin veruleg, en ekki eins mikil og áhrif tekju- tilfærslna. Örfáar tilraunir hafa verið gerðar til að mæla heildaráhrif ríkisfjármála, tekna og útgjalda, á tekjujöfnuð, og er Banda- rikjamaðurinn Irving Gillespie brautryðjandi á því sviði, en útreikningar af þessu tagi hafa einnig verið gerðir af hagfræð- ingum á Hagstofu Bretlands13. Báðir aðilar telja sig hafa kom- ist að því, að rikisbúskapurinn i heimalandi þeirra hafi haft nokkur áhrif til jöfnunar. Forsendur þessara rannsókna eru hins vegar mjög djarflegar og óvarlegt að reisa margt á þeim. í raun má segja, að markleysa ein sé að bera saman ástandið 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.