Eimreiðin - 01.01.1975, Blaðsíða 16
ÉIMREIÐIN
eru byggðar á vafasömum, — jafnvel hneykslanlegum, — vinnu-
brögðum , eins og að taka ekki tillit til starfsaldurs í útreikning-
unum, en það hugtak gegnir lykilhlutverki i kenningum um
mannauð16.
Bandarísku hagfræðingarnir Samuel Bowles og Herbert
Gintis hafa ráðist á vandann frá annarri lilið. Þeir viðurkenna,
að skólaganga bæti starfsafköst (framleiðni) nemenda, þegar
kemur út í atvinnulífið, og þar með tekjur þeirra, en færa rök
fyrir því, að áhrif menntunarinnar séu með öðrum hætti en
almennt er talið. f skóla læri menn ekki hagnýta iðn og því
síður að hugsa, heldur eru þeir geltir andlega og gerðir að iðju-
sömum og hlýðnum vinnuþrælum á auðvaldsbúinu. Þennan
hagnýta eiginleika nefna þeir félagar á ensku docility syn-
drom17.
Einnig eru á kreiki margar kenningar, þar sem skólakerf-
inu er líkt við heljarmikla síu, er síar yfirstéttina frá hisminu
og að auki örfáa lágstéttarhesefa, sem ganga drottnurunum á
hönd. Samkvæmt enn öðrum kenningum er skólakerfið (kostn-
aðarsöm) aðferð til að finna þá, sem greindir eru og duglegir
að eðlisfari, og setja á þá gæðastimpil til að spara atvinnurek-
endum leitina (slundum nefnt sheepskin hypothesis á ensku).
Allar eiga þessar kenningar sameiginlegt, að námið sjálft er
talið gagnslaust í venjulegum skilningi, og verða þær ekki
raktar frekar.
Ástæðulaust er að grípa til furðukenninga vegna þeirra upp-
lýsinga um tekjuskiptingu, sem komið liafa fram undanfarna
áratugi. Ekki orkar tvímælis þrátt fyrir fullyrðingar Jencks
og félaga, að mikil fylgni er með menntun og launum. Nýlega
heimfærði handariski liagfræðingurinn Jacob Mincer t. d. meira
en lielming af dreifingu árslauna í stóru úrtaki launafólks í
heimalandi sinu upp á þrjár breytur, sem voru skólagönguár,
starfsaldur og vinnustundir á ári18. Nefna mætti til viðbótar
tugi, jafnvel hundruði, dæma þessu til stuðnings.
Sú hugmynd, að ákveðið og órofanlegt samhengi sé milli
aukins framboðs á menntuðu fóllci og launajafnaðar, er einn-
ig úr lausu lofti gripin. Oft er t. d. litið á launabilið milli hópa
með ólíka menntun og því haldið fram, að aukið framboð lang-
skólamanna hljóti að lækka laun þeirra hlutfallslega miðað
við aðra — skv. einfaldri framboðs- og eftirspurnai’greiningu.
Jafnframt eiga laun liópa á lægri menntastigum að liækka,
þegar vinnuframhoð þar minnkar. Raunin liefur ox-ðið önnur
í O.E.C.D.-löndum. Þar hefur vinnuframboð háskólamanna
aukist mjög ört frá lokum siðari heimsstyrjaldarinnai-, án þess
16